P-merki, stæðiskort fyrir hreyfihamlað fólk
Notkun stæðiskorts
Stæðiskort hreyfihamlaðra veitir handhafa þess heimild til að:
Leggja ökutæki í P-merkt bifreiðastæði (stöðureit) sem er eingöngu ætlað hreyfihömluðum einstaklingum.
Leggja ökutæki í gjaldskylt bifreiðastæði án sérstakrar greiðslu.
Leggja ökutæki í samræmi við reglur um hreyfihamlaða í viðkomandi EES-ríki þar sem hann dvelur.
Korthafi þarf að gæta þess að hafa kortið staðsett innan við framrúðu ökutækis þannig að framhlið kortsins sjáist vel að utan. Ef lögreglumaður eða stöðuvörður sem annast eftirlit með P-stæðum (stöðureitum) krefst þess að sjá stæðiskortið ber handhafa þess skylda til að sýna stæðiskortið.
Öðrum er óheimilt að leggja í P-merkt bifreiðastæði nema korthafi sé með í för og hann ætli sér að fara í og/eða úr ökutækinu.
Stæðiskort er bundið við handhafa þess (korthafa) en ekki bifreiðina sem korthafi notar.
Þjónustuaðili
Sýslumenn