Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sýslumenn Forsíða
Sýslumenn Forsíða

Sýslumenn

Þessi frétt er meira en árs gömul

Sýslumaður annast könnun hjónavígsluskilyrða

25. ágúst 2022

Könnun hjónavígsluskilyrða mun einungis fara fram hjá sýslumanni, frá og með 1 september næstkomandi.

Blóm

Vísað er í frétt Dómsmálaráðuneytisins á vef stjórnarráðsins þar sem þetta kemur meðal annars fram:

Frá og með 1. september 2022 þurfa allir sem ætla að ganga í hjúskap hér á landi að óska eftir könnun á hjónavígsluskilyrðum hjá sýslumanni, nema könnun hafi þegar farið fram fyrir þann tíma og vottorðið er ekki eldra en 30 daga þegar hjónavígsla fer fram.

Á vefnum syslumenn.is eða á island.is/um-hjonaband er hægt að nálgast nánari upplýsingar og sérstakt eyðublað sem hjónaefni og svaramenn þurfa að fylla út. Eyðublaðið er síðan sent í tölvupósti ásamt fylgigögnum á netfangið gifting@syslumenn.is. Í framhaldinu fær fólk nánari leiðbeiningar um næstu skref. Mikilvægt er að senda beiðnina til sýslumanns með hæfilegum fyrirvara áður en hjónavígsla fer fram, en að jafnaði tekur um 5 virka daga að ljúka við könnun hjónavígsluskilyrða. Greiða þarf kr. 4.500 kr. fyrir vottorðið. Athugið að við greiðslur erlendis frá geta bæst þjónustugjöld banka.



Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15