Fara beint í efnið

Stafrænt ökuskírteini gildir aðeins á Íslandi

10. júní 2022

Frá því farið var að bjóða upp á stafræn ökuskírteini á Íslandi vorið 2020 hafa 133 þúsund einstaklingar sótt sér slíkt í snjallsíma sína sem gildur þó aðeins á Íslandi.

Plast og útlönd 4 Rvik

Frá því farið var að bjóða upp á stafræn ökuskírteini á Íslandi vorið 2020 hafa 133 þúsund einstaklingar sótt sér slíkt í snjallsíma sína. Stafræna ökuskírteinið er því komið í mikla dreifingu hér á landi eða rúmlega helmingur ökumanna en um 260 þúsund einstaklingar eru með ökuréttindi hér á Ísland.

Það má því með sanni segja að Íslendingar hafa tekið þessari nýju þjónustu fagnandi og hafa landsmenn notað stafræna ökuskírteini sitt til að sýna fram á ökuréttindi og sem skilríki í kosningum.

Handhæg leið til að nálgast stafræna ökuskírteinið er að finna í Ísland.is appinu og á Ísland.is en þar er að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að hlaða skírteininu í veski snjallsíma. Þá eru allar upplýsingar um tegund ökuréttinda er að finna á Mínum síðum Ísland.is undir skírteini og þar má sömuleiðis nálgast stafræna ökuskírteinið.

Íslendingar hafa lítið verið á faraldsfæti síðan farið var að bjóða upp á stafræn ökuskírteini en mikilvægt er að athuga að það gildir ekki erlendis og því þarf að muna eftir plastinu þegar haldið er í ferðalag utan landssteinanna.

Um 4 þúsund skírteini eru ósótt hjá sýslumönnum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Flest ósótt skírteini er að finna hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eða um 3.200 og rúmlega 400 á Akureyri.

Sýslumenn hvetja ökumenn eindregið til að nálgast skírteinin áður en haldið er í utanlandsferð.

Sækja stafrænt ökuskírteini

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15