Rafræn erfðafjárskýrsla vegna fyrirframgreiðslu arfs
1. nóvember 2024
Nú er hægt að skila inn rafrænni erfðafjárskýrslu vegna fyrirframgreiðslu arfs ef allir málsaðilar eru með rafræn skilríki
Þetta er í fyrsta skipti sem til er sér eyðublað fyrir þessa tegund af erfðafjárskýrslu.
Mikilvægt er að rafræna erfðafjárskýrslan sé rétt útfyllt og með henni fylgi þau gögn sem nauðsynleg eru svo hægt sé að afgreiða skýrsluna.
Áfram verður hægt að skila inn erfðafjárskýrslu vegna fyrirframgreiðslu arfs á pappír á starfsstöðvar sýslumanna. Ef einn eða fleiri málsaðilar eru ekki með rafræn skilríki verður að skila erfðafjárskýrslunni á pappír.