Breytingar á stafrænum ökuskírteinum - ekki lengur aðgengileg í símaveskjum
1. júlí 2025
Stafræn ökuskírteini verða ekki lengur aðgengileg í stafrænum veski (wallet) í snjalltækjum frá og með 1. júlí 2025. Markmið breytingarinnar er að stuðla að samræmdri og öruggri notkun stafrænna skírteina með því að miðla þeim í gegnum einn aðgengilegan vettvang – Ísland.is appið.

Hvað þýðir þetta fyrir þig sem notanda?
Ef þú ert með stafrænt ökuskírteini í símaveski, þarft þú frá og með 1. júlí að nota stafræna ökuskírteinið:
Í gegnum ísland.is appið
Með því að skrá þig inn á island.is í vafra
Stafrænu ökuskírteinin halda áfram að vera í fullu gildi og hægt er að sýna þau í síma - en ekki í gegnum símaveski (Wallet).
Núverandi ökuskírteini í símaveski má þó nota áfram til 30. ágúst 2025. Eftir þann tíma verða stafræn skírteini eingöngu aðgengileg í Ísland.is appinu.
Hvernig nálgast ég mitt stafræna ökuskírteini?
Sæktu Ísland.is appið úr App store eða Google Play.
Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum.
Veldu “Skírteini” í valmynd.
Þar birtast skírteini með strikamerki og mynd.
Hér á vef sýslumanna er hægt að lesa nánar um stafræn ökuskírteini.