Beiðni um sérstakt framlag til framfærslu barns nú stafræn
28. maí 2024
Stafræn beiðni um sérstakt framlag til framfærslu barns skv. 41. gr. laga um almannatryggingar hefur verið sett í loftið.

Það helsta:
Stafræn beiðni - Málshefjandi fær beiðnina til rafrænnar undirritunar áður en hún er tekin til meðferðar hjá sýslumanni.
Gagnvirkt viðmót umsóknarferils.
Þægilegra viðmót og minni líkur á villum.
Nánari upplýsingar um sérstakt framlag til framfærslu barns skv. 41. gr. laga um almannatryggingar: island.is/serstok-framlog-med-barni/foreldris-nytur-ekki-vid