Fara beint í efnið

Stafrænt Ísland

Stafræn viðmið

1

Þarfir og væntingar notenda í forgrunni

Við skilgreinum notendur og þeirra þarfir og væntingar. Við stundum notendarannsóknir og notendaprófanir með raunverulegum notendum til að tryggja að þjónustan verði sniðin að þeim. Öll þjónustan er svo hönnuð og þróuð út frá niðurstöðum greininga.

2

Þverfagleg teymi

Öll okkar teymi eru þverfagleg teymi sem geta hannað, byggt upp og rekið stafræna þjónustu. Teymin eru sjálfstæð og hafa umboð til ákvarðanatöku í samráði við þjónustueiganda. Það gefur þeim færi á að vinna hratt og vel og skila virði fljótt og örugglega til notenda.

3

Notendamiðuð þjónustuhönnun og Agile-aðferðafræði

Við sníðum stafrænar þjónustur eftir notendamiðaðri þjónustuhönnun. Við styðjumst einnig við Agile-aðferðafræði og notendamiðaða nálgun við þróun þjónustu. Öll þjónusta er svo hönnuð samkvæmt viðurkenndu hönnunarkerfi Stafræns Íslands, sem skapar samræmi í notkun og upplifun þvert á allar stofnanir.

4

Ítra, endurskoða og endurbæta þjónustur

Við gerum ráð fyrir að endurskoða og endurbæta ferli reglulega. Við sjáum til að öll teymi hafi getu, aðföng og tæknilegan sveigjanleika til þess. Einnig leggjum við áherslu á að skilja hvaða tól og kerfi eru nauðsynleg til að hanna, innleiða, hýsa, reka og mæla þjónustuna.

5

Skilja og uppfylla kröfur um öryggi og persónuvernd

Persónuvernd er okkar hjartans mál. Við greinum hvaða persónutengdu gögn og upplýsingar þjónustan mun veita eða geyma og metum öryggi, lagalegar skyldur og virðum persónuvernd. Við leitum ráða sérfræðinga þegar það á við.

Sjá meira