Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Stafræn viðmið

1

Þarfir og væntingar notenda í forgrunni

Við skilgreinum notendur og þeirra þarfir og væntingar. Við stundum notendarannsóknir og notendaprófanir með raunverulegum notendum til að tryggja að þjónustan verði sniðin að þeim. Öll þjónustan er svo hönnuð og þróuð út frá niðurstöðum greininga.

2

Þverfagleg teymi

Öll okkar teymi eru þverfagleg teymi sem geta hannað, byggt upp og rekið stafræna þjónustu. Teymin eru sjálfstæð og hafa umboð til ákvarðanatöku í samráði við þjónustueiganda. Það gefur þeim færi á að vinna hratt og vel og skila virði fljótt og örugglega til notenda.

3

Notendamiðuð þjónustuhönnun og Agile-aðferðafræði

Við sníðum stafrænar þjónustur eftir notendamiðaðri þjónustuhönnun. Við styðjumst einnig við Agile-aðferðafræði og notendamiðaða nálgun við þróun þjónustu. Öll þjónusta er svo hönnuð samkvæmt viðurkenndu hönnunarkerfi Stafræns Íslands, sem skapar samræmi í notkun og upplifun þvert á allar stofnanir.

4

Ítra, endurskoða og endurbæta þjónustur

Við gerum ráð fyrir að endurskoða og endurbæta ferli reglulega. Við sjáum til að öll teymi hafi getu, aðföng og tæknilegan sveigjanleika til þess. Einnig leggjum við áherslu á að skilja hvaða tól og kerfi eru nauðsynleg til að hanna, innleiða, hýsa, reka og mæla þjónustuna.

5

Skilja og uppfylla kröfur um öryggi og persónuvernd

Persónuvernd er okkar hjartans mál. Við greinum hvaða persónutengdu gögn og upplýsingar þjónustan mun veita eða geyma og metum öryggi, lagalegar skyldur og virðum persónuvernd. Við leitum ráða sérfræðinga þegar það á við.

6

Opinn og frjáls hugbúnaður

Okkar kóðar eru opnir, þ.e. ókeypis til notkunar fyrir almenning og/eða til að breyta eftir þörfum. Opinn og frjáls hugbúnaður minnkar kostnað við verkefni, kemur í veg fyrir tvíverknað og eykur gegnsæi. Við notum einnig opna staðla sem sparar okkur tíma og peninga.

7

Aðgengi tryggt

Við tryggjum að öll þjónusta sé aðgengileg fyrir alla notendur. Það þýðir að lausnin þarf einnig að gagnast fólki með fötlun, eldra fólki eða fólki sem á í erfiðleikum með að nýta sér stafræna þjónustu. Þjónustan þarf að vera aðgengileg fyrir notendur óháð því hvort fólk getur eða kann að bjarga sér í stafrænu umhverfi.

8

Reglulegar prófanir á allri stafrænni þjónustu

Við prófum stafræna þjónustu frá upphafi til enda í prófunarumhverfi sem er eins og raunumhverfið. Öll þjónusta þarf að vera skýr, einföld og auðveld í notkun óháð því hvaða tæki er notað. Við prófum vel og vandlega allt í tengslum við þjónustuna á meðan á þróun stendur.

9

Mæla og meta árangur

Við setjum lykilmælikvarða á öll verkefni og metum árangur verkefnanna út frá þeim. Stafræna þjónustu þarf að meta til að stöðugt sé hægt að bæta hana.

10

Þjónustan er aðgengileg á Ísland.is

Markmiðið er að öll þjónusta hins opinbera verði aðgengileg á Ísland.is. Við þróum nýjar lausnir fyrir Ísland.is og nýtum þá vinnu sem hefur verið unnin milli verkefna.