Sálfræðiþjónusta
Börn
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði vegna sálfræðiþjónustu barna ef til staðar er tilvísun annað hvort frá greiningarteymi eða heilsugæslustöð. Tilvísunin er að hámarki tíu tímar og gildir í sex mánuði frá fyrsta meðferðartíma. Viðkomandi sálfræðingur verður að starfa samkvæmt samningi Sjúkratrygginga og Sálfræðingafélags Íslands.
18 ára og eldri
Sjúkratryggingar hafa í ákveðnum tilvikum heimild til að taka þátt í kostnaði við sálfræðiþjónustu hjá 18 ára og eldri. Forsenda greiðsluþátttöku er að fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslustöð og að leitað sé til þeirra sálfræðinga sem starfa eftir rammasamningi Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu.
Til að koma á mót við vaxandi þörf ungs fólks fyrir sálfræðiþjónustu, er áhersla er lögð á að þeir njóti forgangs að þjónustunni.