Fara beint í efnið
Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Aukið öryggi við innskráningu í Réttindagátt

14. október 2021

Innskráningu í Réttindagátt hefur nú verið breytt þannig að krafist er tveggja þátta auðkenningar þegar skráð er inn með Íslykli.

Sjukratryggingar-heldriborgarar

Þetta nefnist styrktur Íslykill og fá notendur sms með kóða til að slá inn eftir að Íslykill og lykilorð hefur verið gefið upp. Innskráning með rafrænum skilríkjum er óbreytt. Þessi breyting er gerð til að verja viðkvæmar upplýsingar sem hægt er að nálgast í Réttindagátt.

Íslykill er gefinn út af Stafrænu Íslandi. Ef upp koma vandamál með notkun styrkts Íslykils er best að hafa samband við þjónustuver Stafræns Íslands í síma 426 5500 eða á tölvupóstfang island@island.is. Sjá nánar um Íslykil á vefsvæðinu Ísland.is: https://island.is/islykill

Einnig er verið er að vinna í breytingu á innskráningu í Gagnagátt og verður hún með svipuðum hætti og innskráning er orðin í Réttindagátt.