Fara beint í efnið

Þjónusta Ísland.is

Íslykill

Fá Íslykil

 • Íslykill er gefinn út af Stafrænu Íslandi.

 • Íslyklinum fylgja nýjungar eins og að nú geta fyrirtæki nýtt þjónustuna og hjá sumum þjónustuveitendum er hægt að veita öðrum umboð til að sinna sínum málum.

 • Athugið: Þegar Íslykill er pantaður er búið til lykilorð sem sett er saman af þremur orðum úr íslenskri orðabók. Orðin eru valin af handahófi og geta verið í ýmsum beygingum. Reynt er að forðast orð sem á einhvern hátt geta hneykslað eða sært blygðunarsemi fólks en erfitt er að forðast merkingar sem gætu orðið til þegar þremur orðum er skeytt saman. Stafrænu Íslandi þykir leitt ef upphaflegur Íslykill angrar fólk, en minnir á að allir þurfa að breyta lyklinum við fyrstu notkun.

Hvað er Íslykill?

 • Lykilorð sem er tengt kennitölu einstaklings eða lögaðila.

 • Upphaflegt lykilorð sem útbúið er sjálfvirkt samanstendur af þremur orðum úr orðabók með punkti á milli.

 • Við fyrstu innskráningu með nýjum Íslykli er eigandi lykilsins beðinn að breyta honum. Nýja lykilorðið þarf að vera „sterkt“, þ.e. lágmark 10 stafir og blanda af bókstöfum, tölustöfum og táknum. Íslenskir sérstafir eru leyfðir. Ekki er gerður greinarmunur á há- og lágstöfum.


Hvað er styrktur Íslykill?

 • Þegar veittur er aðgangur að mjög viðkvæmum gögnum getur verið að gerðar séu auknar kröfur við innskráningu.

 • Styrktur Íslykill samanstendur af Íslykli og styrkingu (sex stafa tölu) sem er send með SMS til notanda.

 • Við innskráningu í fyrsta sinn með Íslykli er beðið um farsímanúmer og netfang til að nota þegar þörf er á auknu öryggi.

Hver fær Íslykil?

 • Fólk og fyrirtæki. Ekkert aldurstakmark er á Íslykli.

Hvar fæ ég Íslykil?

 • Í heimabanka. Athugið að Íslykill fyrir börn er aldrei sendur í heimabanka forráðamanna.

 • Í bréfpósti á lögheimili eins og það er skráð í þjóðskrá.

 • Í bréfpósti á sendiráð Íslands í útlöndum, þar sem bréfið fæst afhent gegn framvísun vegabréfs eða ökuskírteinis.

 • Í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands, Borgartúni 21.

  • Íslendingur sem náð hefur 18 ára aldri þarf að framvísa lögmætum persónuskilríkjum, nafnskírteini, vegabréfi eða ökuskírteini.

  • Íslendingur undir 18 ára aldri þarf að vera í fylgd með að minnsta kosti einum forráðamanni sem framvísar lögmætum persónuskilríkjum, nafnskírteini, vegabréfi eða ökuskírteini.

 • Ef engin af ofangreindum leiðum hentar, hafið þá samband við þjónustuver Stafræns Íslands, sími 426 5500, tölvupóstfang island@island.is

 • Handhafar rafrænna skilríkja geta skráð sig inn á „Mínar síður“ á Ísland.is, valið „Stillingar“ og búið til Íslykil.

Hvar nota ég Íslykil?

 • Á vefjum stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja.

Fá Íslykil

Þjónustuaðili

Staf­rænt Ísland