Enn aukið við rétt til ferðakostnaðar innanlands 2024
26. júní 2024
1. júlí næstkomandi tekur gildi breyting á reglugerð um ferðakostnað innanlands. Í breytingunni felst að almennur réttur til þess að fá greiddan ferðakostnað verður fjórar ferðir á hverju almanaksári.
Fyrr á árinu 2024 var ferðum fjölgað í þrjár ferðir í stað tveggja á 12 mánaða tímabili áður, með þessari breytingu verða ferðirnar nú fjórar þegar nauðsynleg heilbrigðisþjónusta er ekki aðgengileg í heimabyggð.
Frá sama tíma fellur niður að skila inn læknisvottorði til þess að sækja um greiðsluþátttöku vegna fjögurra ferða á ári. Áfram þarf þó að skila inn læknisvottorði þegar um er að ræða ítrekaðar ferðir vegna alvarlegra sjúkdóma.
Sjá upplýsingar um ferðakostnað.