Dagurinn er til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á notkun öryggisbelta.
Minningardagurinn 2025
Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa.
Í ár verður m.a. haldin minningarathöfn kl. 14:00 við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi en auk þess munu einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og fleiri viðbragðsaðilar standa fyrir táknrænum athöfnum víða um land. Öll eru velkomin.
Minningardagurinn í ár er sunnudaginn 16. nóvember.
Auk þess að vera minningardagur hefur hér á landi skapst sú venja að tileinka daginn umfjöllun og forvörnum tiltekins áhættuþáttar sem valdið hefur banaslysum. Nú í ár er það notkun eins mikilvægasta öryggisbúnaðar bifreiða - öryggisbelta. Öryggisbelti minnka líkur á dauðsfalli í fólksbílum um allt að 45%. Koma hefði mátt í veg fyrir fjölda banaslysa og alvarlegra slysa ef öryggisbelti hefðu verið notuð.
Að baki minningardeginum standa Samgöngustofa, innviðaráðuneytið, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Neyðarlínan, Lögreglan, Vegagerðin og ÖBÍ réttindasamtök.
Dagskrá í Reykjavík
13:45 Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir
13:45 til 14:00 Þátttakendur safnast saman við þyrlupallinn og stilla upp farartækjum og fólki.
Myndataka – viðbragðsaðilar ásamt forseta framan við ökutæki og þyrlu Landhelgisgæslunnar.
14:00 Minningarathöfn sett – Ingilín Kristmannsdóttir ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins.
DAGSKRÁ: Kveikt verður á kertum og bæjarstjóri Akureyrar flytur ávarp. Ræðumaður segir reynslusögu sína. Að lokum flytur prestur hugvekju og stýrir einna mínútu þögn til að minnast fórnarlamba umferðarslysa. Að lokum stilla ýmsir viðbragðsaðilar sér upp fyrir myndatöku.
Boðið verður upp á kaffi, kakó og bakkelsi og eru öll velkomin.
Björgunarsveitin Brák, Björgunarsveitin Heiðar, og Björgunarsveitin Ok standa að athöfninni.
STAÐUR:Á stæðinu við söluskálann Baulu við þjóðveginn. STUND: Komið verður saman við Baulu klukkan 18:00 og ekið þaðan klukkan 18:30. TENGILIÐUR: Vigfús Ægir Vigfússon / 868 1651 / vigfusvigfus@gmail.com DAGSKRÁ: Öll eru velkomin. Viðbragðsaðilar í Borgarbyggð munu hittast á planinu við Baulu og aka þaðan saman að Stafholtskirkju þar sem presturinn tekur á móti hópnum. Haldin verður verður hugvekja. Gert er ráð fyrir að fleiri viðbragðsaðilar taki þátt þ.m.t. slökkvilið Borgarbyggðar, lögreglan á Vesturlandi og fulltrúar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands HVE. Öll eru velkomin.
Björgunarsveitin Eining stendur fyrir athöfninni. STAÐUR: Nesbúð, Selnesi 8, Breiðdalsvík STUND: Klukkan 15:00, sunnudaginn 16. nóvember. TENGILIÐUR: Hrefna I. Melsteð / hrefnamelsted@gmail.com / 8496096 DAGSKRÁ: Athöfnin hefst á því að viðbragðsaðilar á Breiðdalsvík taka sig saman og aka um bæinn. Farartækjum viðbragðsaðila verður síðan stillt upp framan við Nesbúð. Þar verður kyrrðarstund og í framhaldi af því verður boðið upp á kaffi, kakó og smákökur
Björgunarsveit og Slysavarnadeild Dalvíkur stendur fyrir athöfn.
STAÐUR:Dalvíkurkirkja. STUND: Klukkan 20:00 TENGILIÐUR: María Björk Stefánsdóttir / mariabstef@gmail.com DAGSKRÁ: Komið verður saman í Dalvíkurkirkju og þar verður haldin slysavarnamessa. Viðstaddir verða fulltrúar ýmissa viðbragðsaðila og mun Slysavarnadeildin Dalvík bjóða upp á vöfflukaffi að lokinni messu. Öll eru velkomin.
Björgunarsveitinni Brimrún og Slysavarnadeildin Hafrún annast athöfnina.
DAGSKRÁ: Kl 13:30 munu viðbragðsaðilar aka frá Björgunarsveitahúsinu um bæinn. Aksturinn endar síðan hjá Björgunarsveitahúsinu og verður þar kveikt á kertum til minningar um þá sem látist hafa í umferðarslysum. kl 14:00- 16:00 verður svo minningarkaffi í Björgunarsveitahúsinu.
Hjálparsveitin Tintron stendur að athöfn við félagsheimilið Borg.
DAGSKRÁ: Haldin verður minningarathöfn með þátttöku viðbragðsaðila á svæðinu. Öll eru velkomin.
Slysavarnadeildinni Iðunni og Björgunarfélag Ísafjarðar standa að athöfninni.
STAÐUR:Guðmundarbúð Ísafirði. STUND: Klukkan 15:00, sunnudaginn 16. nóvember. TENGILIÐUR: Gunnvör Rósa Marvinsdóttir / gunnvorrosa@gmail.com DAGSKRÁ: Ráðgert er að fá séra Magnús til að vera með hugvekju og bæn. Síðan er stefnt að því að flutt verði erindi um öryggisbelti, mátt þeirra og mikilvægi, en dagurinn er tileinkaður mikilvægi þess að þau séu notuð. Að loknu þessu verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Öll eru velkomin.
Björgunarsveitin Kjölur og slökkviliðið á Kjalarnesi standa saman að þessari athöfn líkt og undanfarin ár.
STAÐUR:Vigtarplanið við Blikdal á Vesturlandsvegi og síðan kaffi í Þórnýjarbúð að Norðurgrund 1, Kjalarnesi. STUND: Klukkan 14:00, sunnudaginn 16. nóvember. TENGILIÐUR: Gunnvör Rósa Marvinsdóttir / gunnvorrosa@gmail.com DAGSKRÁ: Tækjum viðbragðsaðila og mannskap verður stillt upp á vigtarplaninu. Þar mun eiga sér stað samkoma og kyrrðarstund til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni. Að því loknu og skammt frá verður boðið upp á kaffi og meðlæti í Þórnýjarbúð, Norðurgrund 1, á Kjalarnesi. Öll eru velkomin.
Viðbragðsaðilar í Múlaþingi standa fyrir táknrænum viðburði til minningar um fórnarlömb umferðarslysa.
STAÐUR: Fyrir utan Egilsstaðakirkju. STUND: Sunnudaginn 16. Nóvember klukkan 15:00 TENGILIÐUR: Heiða Ingimarsdóttir DAGSKRÁ: Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri Múlaþings mun flytja ávarp. Einnar mínútu þögn í minningu fórnarlamba umferðarslysa. Öll velkomin! Að viðburði loknum verður hægt að skoða ökutæki viðbragðsaðila.
Slysavarnadeildin Hyrna og Björgunarsveitin Tindur, Ólafsfirði standa fyrir athöfn til minningar um fórnarlömb umferðarslysa.
STAÐUR:Ólafsfjarðarkirkjugarður. STUND: Klukkan 17:45 TENGILIÐUR: Sigríður Guðmundsdóttir / 8671455 DAGSKRÁ: Komið verður saman í kirkjugarðinum á Ólafsfirði. Flutt verða ávörp, ljóð og síðan verður boðuð mínútuþögn til að heiðra minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni. Að því loknu verður kveikt á kertum. Boðið verður upp á heitt kakó. Öll eru velkomin.
Björgunarsveitin Strákar og slysavarnadeildin Vörn standa að athöfninni.
DAGSKRÁ: Það verður minningarstund á Siglufirði eins og hefur verið undanfarin ár. Stefnt er á að minningarstundin hefjist kl. 17:00. Hún verður haldin í samvinnu viðbragðsaðila á Siglufirði. Flutt verður ávarp og söngur og svo verður gestum boðið upp á eitthvað heitt að drekka ásamt smákökum. Öll eru velkomin.
Slysavarnadeildin Eykyndill stendur fyrir minningarmessu og minningarstund.
STAÐUR: Landakirkja og kirkjugarðshliðið.
STUND: Klukkan 13:00 í Landakirkju og kl. 20:00 við kirkjugarðshliðið, sunnudaginn 16. nóvember.
DAGSKRÁ: Haldin verður minningarmessa kl. 13 í Landakirkju. Einnig verður haldin minningarstund við kirkjugarðshliðið kl. 20 þar sem kveikt verður á kertum.
Útvarpsstöðvar landsins sameinast í spilun á I Think of Angels.
Lagið I Think of Angels er orðið einkennislag minningardagsins hér á landi. Það er samið af KK (Kristjáni Kristjánssyni) og sungið af systur hans Ellen. Kristján samdi lagið til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í Bandaríkjunum árið 1992.
Stefnt er að því að allar útvarpsstöðvar landsins sem eru með beinar útsendingar sameinist í spilun lagsins kl. 14:00 á minningardeginum.
Hvers vegna minningardagur?
Um það bil 3.600 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum. Það eru u.þ.b. 1.3 milljónir á einu ári.
Frá því að fyrsta banaslysið var skráð á Íslandi 25. ágúst 1915, hafa samtals 1632 einstaklingar látist í umferðinni (13. nóvember 2025). Enn fleiri slasast alvarlega, takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af þessum völdum.
Við vonum að fólk sýni viðeigandi hluttekningu á þessum degi og tryggi sem best öryggi og ábyrgð sína í umferðinni.