Styrkur til góðra hugmynda í öryggismálum sjófarenda
14. mars 2025
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til rannsóknarverkefna sem miða að því að auka öryggi á sjó.


Ár hvert veitir Samgöngustofa styrk/styrki til ýmissa rannsóknarverkefna sem tengjast öryggi skipa, atvinnusjómanna, farþega og búnaðar um borð í skipum sem og verkefna sem snúa að heilsusamlegu umhverfi sjófarenda.
Gert er ráð fyrir að veita styrki til einstaklinga og/eða félaga sem koma með tillögur að lausnum í þessa átt. Heildarstyrkupphæðin hljóðar upp á 2.500.000 krónur að hámarki hvert ár og er öllum frjálst að sækja um.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í ár og má lesa um umsóknarferlið hér.