Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

Samstarf evrópskra flugmálstjórna

29. ágúst 2025

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, undirritaði í gær, fyrir hönd íslenska ríkisins og flugmálayfirvalda, uppfærðan sáttmála um Evrópusamtök flugmálastjórna (The Convention on the Bureau of the European Civil Aviation Conference).

Samtök evrópskra flugmálayfirvalda, ECAC, var stofnað árið 1955 af 19 ríkjum Evrópu, þar á meðal Íslandi, en aðildarríkin eru nú 44 alls. ECAC hefur aðsetur í París og nær umráðasvæði þess frá og með Grænlandi í vestri og allt austur að Kaspíahafi með aðild Aserbaídsjan.

ECAC vinnur að þróun öruggra, skilvirkra og sjálfbærra evrópskra flugsamgangna. Í því skyni leitast ECAC við að samræma stefnu og starfshætti flugs á milli aðildarríkjanna og stuðla að gagnkvæmum skilningi á stefnumálum aðildarríkjanna og ríkja sem tilheyra öðrum flugmálastjórnum annarra heimsálfa.

Megináherslur ECAC felast í að standa vörð um öryggi flugsamgangna, hagkvæmni iðnaðarins og umhverfismál.

Samgöngustofa á fyrir Íslands hönd aðild að ECAC.