Samgöngustofa hefur aflétt tilskipun um öryggi nr. 1-2025
27. mars 2025
Í kjölfar grisjunar á trjágróðri í Öskjuhlíð að undanförnu lét Isavia innanlandsflugvellir framkvæma nýtt mat á aðstæðum.


Matið sýnir að skilgreindir VSS-fletir eru nú án hindrana og í samræmi við mildunarráðstafanir. Samgöngustofa hefur yfirfarið gögnin og metið niðurstöðurnar.
Með hliðsjón af þessu hefur Samgöngustofa afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31 í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar sl.