Fara beint í efnið
Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

Rafræn móttaka umsókna um flugskírteini einstaklinga - einfaldara og þægilegra

16. desember 2024

Frá og með 1. janúar 2025 verður einungis tekið við umsóknum um flugskírteini einstaklinga rafrænt.

Samgöngustofa flugumferðarstjórnun

Sækja má um í gegnum heimasíðu Samgöngustofu.

Auk þess er hægt að senda umsóknir rafrænt í gegnum tölvupóst:

  • Umsóknir um skírteini flugmanna, flugumsjónarmanna og flugumferðarstjóra á skírteinadeild: fcl@icetra.is.

  • Umsóknir um skírteini flugvéltækna á lofthæfideild: part66@icetra.is. Athugið að frumrit eldra skírteinis þarf að berast Samgöngustofu ef um er að ræða endurnýjun eða áritanir. Nýtt skírteini verður ekki afhent fyrr en frumrit hefur borist.

Ekki verður lengur tekið við umsóknum um flugskírteini einstaklinga á pappírsformi. Þessi breyting er skref í átt að stafrænni framtíð og sparar bæði tíma og fyrirhöfn.