Nýjar reglur um drónaflug taka gildi á Íslandi
5. desember 2024
Ísland hefur innleitt nýjar reglur Evrópusambandsins um drónaflug með útgáfu reglugerðar nr. 1360/2024.
Reglurnar skipta starfsemi dróna í þrjá flokka:
Opinn flokkur: Fyrir einfalt flug áhugamanna og atvinnufólks, með áherslu á öryggi.
Sérstakur flokkur: Fyrir flóknari starfsemi, til dæmis flug utan sjónlínu, þar sem gerð er krafa um áhættumat og heimild.
Vottaður flokkur: Fyrir stærri dróna og flug með meiri áhættu, þar sem kröfur líkjast þeim sem gerðar eru í mönnuðu flugi.
Allir drónanotendur þurfa nú að skrá sig á www.flydrone.is. Flugmenn með dróna yfir 250 g þurfa að taka próf og fá hæfnivottorð.
Markmið nýju reglnanna er aukið öryggi og samræmi við reglur annarra Evrópuþjóða (reglugerðir Evrópusambandsins nr. 2019/945 og 2019/947).
Frekari upplýsingar eru á vef Samgöngustofu.