Fara beint í efnið
Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

Námskeið fyrir prófdómara árið 2025

28. nóvember 2024

Árið 2025 mun Samgöngustofa halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina á fjölstjórnarvélar 13. mars og 16. október í Ármúla 2.

Ármúli 2

Árið 2025 mun Samgöngustofa halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina á fjölstjórnarvélar (TRE/SFE/CRE) fimmtudagana 13. mars og 16. október í húsnæði Samgöngustofu, Ármúla 2, frá kl. 9:00 til 16:00.

Námskeið fyrir prófdómara flugskírteina á einstjórnarvélar (FE) verður auglýst sérstaklega.

Skilyrði fyrir endurnýjun/framlengingu prófdómararéttinda er að umsækjandi hafi setið slíkt námskeið á síðastliðnum 12 mánuðum.

Vinsamlegast sendið skráningu með tölvupósti á netfangið fcl@icetra.is eigi síðar en 2 vikum fyrir áætlaðan námskeiðsdag. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að velja inn á námskeiðið eftir gildistíma réttinda ef til þess kemur að fleiri en 20 skrái sig. Tilgreina þarf nafn þátttakanda, skírteinisnúmer, tölvupóstfang og nafn flugrekanda (ef við á) við skráningu.

Þátttakendur eru beðnir um að hafa með sér fartölvu á námskeiðið, ef mögulegt.

Námskeiðsgjaldið er samkvæmt gildandi gjaldskrá Samgöngustofu. Innifaldar eru veitingar meðan á námskeiði stendur.