Fara beint í efnið

Ísland styður yfirlýsingu um flugstarfsemi í efri lögum loftrýmis

8. mars 2024

Yfirlýsing aðildarríkja ESB, Bandaríkjanna, Kanada, Japan og Bretlands lýsir stuðningi ríkjanna við viðleitni Alþjóðaflugmálastofnunarinnar til að takast á við áskoranir og tækifæri í flugstarfsemi í efri lögum loftrýmisins.

Samgöngustofa yfirlýsing um flugstarfsemi í efri lögum loftrýmis

Ísland tekur undir sameiginlega yfirlýsingu aðildarríkja ESB, Bandaríkjanna, Kanada, Japan og Bretlands, sem lýsir stuðningi ríkjanna við viðleitni Alþjóðaflugmálastofnunarinnar til að takast á við áskoranir og tækifæri í flugstarfsemi í efri lögum loftrýmisins.

Notkun loftrýmisins takmarkast ekki lengur við hefðbundin loftför, auk þess sem almannaflug fer í auknum mæli fram í efra loftrými en því sem hefðbundin loftför hafa fyrst og fremst verið starfrækt í. Ísland tekur undir mikilvægi þess að Alþjóðaflugmálastofnunin setji í forgang þróun staðla sem miða að því að auðvelda starfsemi í efra loftrými, fyrir bæði mönnuð og ómönnuð loftför. Alþjóðlegt regluverk um þennan vettvang er nauðsynlegt til að tryggja framþróun og sveigjanleika. Með því verður brugðist við þörfum flugiðnaðarins en um leið tryggð örugg og sjálfbær notkun loftrýmisins fyrir alla notendur.

Frekari upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins: Sameiginleg yfirlýsing vegna flugstarfsemi í efri lögum loftrýmis (HAO).