Þessi frétt er meira en árs gömul
Dagskrá umferðarþings
16. september 2024
Hér má sjá dagskrá umferðarþings ásamt nánari upplýsingum um þingið sem haldið verður föstudaginn 20. september.

Umferðarþing Samgöngustofu verður haldið föstudaginn 20. september kl. 9:00-15:30 í Gamla Bíói, Ingólfsstræti 2a í Reykjavík.
Hér má sjá dagskrá þingsins en þemað í ár er samspil ólíkra vegfarendahópa. Munu fulltrúar vegfarendahópa greina frá sínum fararmáta, hvað er gott við hann og hvaða áskorunum þau mæta.
Ríkissáttasemjari mun taka þátt í deginum með okkur. Mun hann leggja línurnar fyrir daginn og er ætlunin að nýta hans aðferðarfræði við að ná árangri. Einnig mun hann stýra pallborði í lok þingsins.
