Fara beint í efnið
Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

Bann við drónaflugi 28.-31. október

23. október 2024

Vegna Norðurlandaráðsþings sem fram fer á Íslandi dagana 28.-31. október næstkomandi, hefur Samgöngustofa að beiðni Ríkislögreglustjóra, bannað drónaflug á þremur svæðum í samræmi við eftirfarandi.

Mynd dróni lítill

 1. Reykjavík. 

Bannið gildir frá klukkan 08:00 þann 28. október 2024 til klukkan 18:00 þann 30. október 2024. 

Samgöngustofa drónabann Reykjavík Norðurlandaráðsþing okt 2024 rétt

Drónaflug er bannað yfir miðborg Reykjavíkur eða á svæði innan hnita 64°08'51.6"N 21°57'27.2"W, 64°09'06.4"N 21°56'57.8"W, 64°09'19.8"N 21°56'06.3"W, 64°08'49.6"N 21°55'20.1"W, 64°08'29.3"N 21°55'34.2"W, 64°08'17.5"N 21°56'19.9"W, 64°08'51.6"N 21°57'27.2"W. 

Engar hæðartakmarkanir eru á banninu. 

Drónar lögreglunnar eru undanþegnir banninu.

2. Þingvellir. 

Bannið gildir frá klukkan 15:00 til 22:00 þann 28. október 2024. 

Drónabann Norðurlandaráðsþing Þingvellir

Drónaflug er bannað yfir Þingvöllum eða á svæði innan hnita 64°15'03.7"N 21°12'06.3"W, 64°18'12.0"N 21°05'23.3"W, 64°16'46.5"N 21°01'40.8"W, 64°13'29.3"N 21°08'26.8"W, 64°15'03.7"N 21°12'06.3"W. 

Engar hæðartakmarkanir eru á banninu. 

Drónar lögreglunnar eru undanþegnir banninu. 

3. Bessastaðir. 

Bannið gildir frá klukkan 07:30 til 09:30 þann 29. október 2024. 

Drónabann Norðurlandaráðsþing Bessastaðir

Drónaflug er bannað yfir Bessastöðum eða á svæði innan hnita 64°06'11.1"N 22°00'36.3"W, 64°06'53.6"N 21°59'24.4"W, 64°07'16.6"N 21°58'08.7"W, 64°07'05.2"N 21°57'19.9"W, 64°06'17.6"N 21°56'48.6"W, 64°06'03.0"N 21°57'25.2"W, 64°05'46.2"N 21°59'22.9"W, 64°06'11.1"N 22°00'36.3"W. 

Engar hæðartakmarkanir eru á banninu. 

Drónar lögreglunnar eru undanþegnir banninu.