Fara beint í efnið
Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

Birting gerninga IMO

This web page contains a list of International Conventions, other multilateral instruments adopted by the International Maritime Organization (IMO) and to which Iceland is a party, amendments to their provisions, as well as the date of entry into force of the amendments.

According to Article 9 a of Act No. 219/2012, as amended, on the Icelandic Transport Authority (ICETRA), the provisions of the International Conventions shall bind those concerned as of the date following their publication on the ICETRA website. Article 9 a provides:
“Publication of international Rules on maritime issues Annexes and Codes related to international maritime Conventions to which Iceland is a party shall be published on the website of the Icelandic Transport Authority, provided that the Articles of the relevant international Conventions have been published in the C-section of the Government Gazette. The Icelandic Transport Authority shall also publish on the website Circulars, Circular Letters and Guidelines issued by the International Maritime Organization or which are issued by other international organizations for further clarifications of the implementation of the relevant international Conventions. The original language texts of the Annexes, Codes, Circulars and Guidelines may be published.

Upon publication pursuant to paragraph 1, the date of issue shall be specified. Provisions contained in Annexes, Codes, Circulars and Guidelines shall not be applied until they have been published on the website of the Icelandic Transport Authority, unless they contain provisions of the Comprehensive Civil Code, and the parties have agreed that their exchange will be in accordance with unpublished instructions. The rules shall bind all as of the day following their publication on the website of the Icelandic Transport Authority, if they do not contain any other decision on their entry into force. 


Those who wish should be given the opportunity to receive a notification from the Icelandic Transport Authority when new Annexes, Codes, Circulars and Guidelines are published or amended. The Minister may set additional rules on this subject in a Regulation.“

Date of publication on the ICETRA website 1 June 2022


Þessi vefsíða inniheldur skrá yfir alþjóðasamþykktir, fjölþjóðlega gerninga, kóða og aðrar gerðir Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar IMO, sem Ísland er aðili að, breytingar á ákvæðum þeirra ásamt gildistökudegi breytinganna.


Samkvæmt a-lið 9. gr. laga nr. 219/2012 um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála skulu fyrirmæli alþjóðasamþykkta IMO sem Ísland er aðili að öðlast gildi og binda alla frá og með deginum eftir birtingu þeirra á vef Samgöngustofu ef þau geyma ekki aðrar ákvarðanir um gildistöku sína. Í a-lið 9. gr. segir:
„Birting alþjóðlegra reglna á sviði siglinga
Viðaukar og kóðar við alþjóðasamninga á sviði siglinga, sem Ísland er aðili að, skulu birtir á vef Samgöngustofu, enda hafi meginefni viðkomandi alþjóðasamninga verið birt í C-deild Stjórnartíðinda. Einnig skal birta á vef Samgöngustofu dreifibréf og leiðbeiningarreglur sem Alþjóðasiglingamálastofnunin eða önnur alþjóðastofnun gefur út til nánari skýringar á framkvæmd viðkomandi alþjóðasamninga. Heimilt er að birta eingöngu erlendan frumtexta af viðaukum, kóðum, dreifibréfum og leiðbeiningarreglum.
Við birtingu skv. 1. mgr. skal útgáfudagur tilgreindur. Fyrirmælum sem felast í viðaukum, kóðum, dreifibréfum og leiðbeiningarreglum skal ekki beitt fyrr en birting hefur farið fram á vef Samgöngustofu, nema þau geymi ákvæði algerlega einkamálaeðlis og aðilar hafi komið sér saman um að skipti þeirra fari eftir óbirtum fyrirmælum. Fyrirmælin skulu binda alla frá og með deginum eftir birtingu þeirra á vef Samgöngustofu ef þau geyma ekki aðrar ákvarðanir um gildistöku sína.
Þeim sem þess óska skal gefinn kostur á að fá sendar tilkynningar frá Samgöngustofu þegar birtir eru nýir viðaukar eða kóðar, auk dreifibréfa og leiðbeiningarreglna, eða þeim breytt. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um efni þessarar greinar í reglugerð.“

Birtingardagur á vef Samgöngustofu 1. júní 2022