Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
1. desember 2023
„Við fögnum því sannarlega að framkvæmdir séu hafnar við hjúkrunarheimilið Hlíð enda hefur lokun rýma þar haft veruleg áhrif á starfsemi SAk,“ segir Ragnheiður Halldórsdóttir framkvæmdastjóri lækninga og öldrunarlæknir við SAk.
29. nóvember 2023
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON) kom færandi hendi á dögunum og afhenti lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri svokallaðar verkjadýnur. Þær eru sérstaklega hannaðar fyrir sjúklinga með verki en reynast einnig vel sem legusáravörn.
28. nóvember 2023
Emilía Fönn Andradóttir hjúkrunarfræðingur á innkirtlamóttöku SAk fékk á dögunum birta grein í Tímariti íslenskra hjúkrunarfræðinga.
27. nóvember 2023
Sunnudaginn 26. nóvember var haldið upp á evrópudag sjúkraliða. Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfa um 100 sjúkraliðar í hinum ýmsu störfum. Anna Fanney er ein þeirra.
24. nóvember 2023
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) ásamt starfsfólki sjúkrahússins standa fyrir hátíð á Glerártorgi laugardaginn 25. nóvember nk. milli kl. 14:00 og 16:00. Slík hátíð á Glerártorgi hefur verið árviss viðburður frá stofnun hollvinasamtakanna fyrir 10 árum en féll niður 2020 og 2021 vegna COVID-19 faraldursins.
22. nóvember 2023
Hollvinasamtök SAk boða til félagsfundar fimmtudaginn 7. desember nk. í fundaherbergi málmiðnaðarmanna í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, 3. hæð.
21. nóvember 2023
Í síðustu viku var blásið til kynningar á störfum hjúkrunarfræðinga og iðjuþjálfa og var kynningin haldin í Háskólanum á Akureyri. Kynningin var opin hjúkrunarfræðinemum á 3ja ári ásamt iðjuþjálfunarfræðinemum.
17. nóvember 2023
Úthlutun styrkja úr Vísindasjóði SAk fer fram einu sinni á ári. Úthlutað er samkvæmt tillögum vísindaráðs Sjúkrahússins á Akureyri. Úthlutað var 6.412.200 kr.
Alþjóðlegur dagur fyrirbura hefur verið haldinn 17. nóvember ár hvert síðan 2011 með það að markmiði að gera raunir fyrirbura og aðstandanda þeirra sýnilegri.
15. nóvember 2023
Mikið framfararskref fyrir öryggi skjólstæðinga á upptökusvæði SAk.