Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Við leitum enn að hjúkrunarfræðingum – endurhæfingardeild á Kristnesi opnar 7 daga þjónustu

26. janúar 2026

Fyrir áramót sendi SAk út ákall til samfélagsins með það í huga að reyna að manna þjónustu endurhæfingadeildar svo halda megi úti 7 daga deild. Ákallið hefur skilað árangri að hluta, þó vantar enn hjúkrunarfræðinga til starfa. Við sendum því á ný út ákall eftir hjúkrunarfræðingum í endurhæfingar- og öldrunarlækningaþjónustu SAk.

Ákveðið hefur verið að opna 7 daga rými frá og með 7.-8. febrúar. Opnuð verður blönduð deild þ.e. dagdeild, 5 daga- og 7 dagadeild en starfsemin verður skert til að byrja með á meðan unnið er að því að manna deildina. Á deildinni verða 18 rými í fyrstu og óljóst í hve langan tíma starfsemin verður skert. Upplýst verður um framgang og frekari opnun.

Það eru spennandi tímar framundan, þar sem umbótastarf er hafið og því kjörið tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu mikilvægrar þjónustu.

Hér má finna starfsauglýsingar:

Hjúkrunarfræðingur í vaktavinnu á endurhæfingardeild

Hjúkrunarnemar á endurhæfingardeild

Talmeinafræðingur