Tækniþróunarsjóður auglýsir eftir umsóknum
5. janúar 2026
Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur og Markaður og Hagnýt rannsóknarverkefni. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 16. febrúar klukkan 15:00 í öllum flokkum.

Sproti er fyrir fyrirtæki sem eru fimm ára og yngri og hefur það að markmiði að styðja við verkefni á frumstigi. Hægt er að sækja um þótt fyrirtæki sé óstofnað.
Vöxtur er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og er ætlaður til að styrkja verkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar.
Markaður veitir styrki til markaðssetningar tengd þróun til lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu.
Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 16. febrúar 2026, kl. 15:00 og er sótt um rafrænt í umsóknarkerfi Rannís
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel reglur og leiðbeingar.
Símatímar starfsfólks eru mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00-12:00 í síma 515 5800