Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Leiðbeiningar og fræðsla um persónuvernd barna í stafrænu umhverfi

16. maí 2022

Leiðbeiningar og
fræðsla um persónuvernd barna í stafrænu umhverfi

Persónuvernd, umboðsmaður barna og Fjölmiðlanefnd hafa gefið út nýjar leiðbeiningar fyrir foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem varða persónuvernd, Netið, samfélagsmiðla og börn. Leiðbeiningarnar voru kynntar 29. apríl 2022 á Grand hótel á málþinginu Réttindi barna í stafrænu umhverfi.

Hér má nálgast upptöku frá málþinginu 29. apríl 2022.

Leiðbeiningar til ábyrgðaraðila um vernd barna í stafrænu umhverfi

Hið stafræna umhverfi er í stöðugri þróun og netnotkun verður sífellt stærri hluti af lífi barna. Leiðbeiningarnar eru ætlaðar ábyrgðaraðilum sem vinna með börnum, vinna með persónuupplýsingar þeirra eða bjóða börnum þjónustu í stafrænu umhverfi. Brýnt er að þessir aðilar búi yfir þekkingu á réttindum barna, þannig að þau séu virt og börn njóti verndar til að geta þroskast í hinu stafræna umhverfi.

Leiðbeiningar fyrir starfsfólk skóla-, frístunda-, íþrótta- og tómstundastarfs barna

Leiðbeiningarnar eru hugsaðar fyrir allt það starfsfólk sem starfar dags daglega með börnum, hvort heldur sem er kennarar, íþróttaþjálfarar, starfsmenn frístundastarfs eða aðrir sem starfa með börnum. Í leiðbeiningunum er farið yfir gagnleg atriði sem nauðsynlegt er að starfsfólk kynni sér, svo sem hvað eru persónuupplýsingar og hvernig má vinna með þær, notkun stafrænna lausna og upplýsingakerfa og myndatökur og myndbirtingar.

Leiðbeiningar til foreldra – Netið, samfélagsmiðlar og persónuvernd

Í leiðbeiningunum eru kynntar helstu reglur og sjónarmið varðandi persónuvernd barna og rétt þeirra til einkalífs, aldursviðmið og skjátíma, áskoranir á Netinu og samfélagsmiðlum með kynningu á þeim helstu, myndbirtingar o.fl. sem er gagnlegt fyrir foreldra barna í nútímasamfélagi að kynna sér.


Persónuvernd hefur einnig uppfært spurt og svarað um börn á vefsíðunni, bæði fyrir einstaklinga og fyrir fyrirtæki og stofnanir.

NÝTT: Á vefsíðu Persónuverndar má nú finna sérstakt spurt og svarað sem ætlað er börnum og ungmennum, "Minn réttur - börn og ungmenni" þar sem þau geta lesið sér til um réttindi sín og fleira

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820