Þróunarverkefni um gervigreind
Þróunarverkefni á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS) í samstarfi við Kennarasamband Íslands (KÍ) sem snýst um að styðja kennara, ráðgjafa og skólastjórnendur í notkun gervigreindar í kennslu. Í samstarfi við Anthropic og Google mun MMS bjóða nokkuð hundruð kennurum um allt land aðgang að tveimur af nýjustu gervigreindartólunum. Aðgangurinn nýtist til undirbúnings fyrir kennslu og mun fylgja honum námsefni, fræðsluefni og sérstakt stuðningsnet.