Fara beint í efnið

Hvernig líkaði þér þjónustan hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu?

Okkur þætti vænt um að þú tækir þátt í stuttri könnun á upplifun þinni af þjónustu okkar Hlekkur á þjónustukönnun

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Safe Exam Browser í iPad og á Windows og macOS tölvum

Leiðbeiningar fyrir kerfisstjóra grunnskóla

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu notar Safe Exam Browser sem öruggan vafra fyrir stafræn próf fyrir iPad spjaldtölvur og tölvur sem keyra á Windows og macOS. Þessi hugbúnaður er hannaður sérstaklega til að tryggja öryggi við próftöku og kemur í veg fyrir að nemendur geti nálgast annað efni en prófið sjálft meðan á prófi stendur og safnar engum gögnum meðan á henni stendur. Safe Exam Browser er notaður víða í menntastofnunum um allan heim og hefur reynst vel sem verkfæri fyrir stafræn próf.

1. Fyrir tölvur sem keyra á Windows og macOS

Farðu á vefslóðina https://safeexambrowser.org/download_en.html

•Fyrir Windows: Smelltu á "Safe Exam Browser - nýjasta útgáfa fyrir Windows"
• Fyrir MacOS: Smelltu á "Safe Exam Browser - nýjasta útgáfa fyrir macOS"
• Fylgdu hefðbundnum leiðbeiningum fyrir uppsetningu á forritinu

Leiðbeiningar - SafeExamBrowser - Windows og macOS

2. Fyrir uppsetningu á iPad spjaldtölvum

• Opnaðu Apple School Manager
• Leitaðu að "SafeExamBrowser" í Apps hlutanum
• Dreifðu appinu á iPad tæki með viðeigandi MDM kerfi (Mobile Device Management)

Leiðbeiningar - SafeExamBrowser - iPad

3. Próun á virkni í iPad

Safe Exam Browser er eingöngu vafri. Hugbúnaðurinn sjálfur inniheldur ekki próf heldur er hann tenging við prófin og kemur í veg fyrir aðgang að öðrum forritum eða vefsíðum á meðan á próftöku stendur.

Ef þú varst að setja Safe Exam Browser upp í iPad skaltu prófa að skanna QR kóðann sem þú finnur hér fyrir neðan. Ef þú kemst inn á prófaumhverfið með því að skanna kóðann er uppsetningin rétt.

QR kóði fyrir Safe Exam Browser

4. Próun á virkni í Windows eða macOS tölvu

Ef þú varst að setja Safe Exam browser upp í Windows eða macOS tölvu getur þú prófað uppsetningurna með því að smella á þennan tengil hér: Hefja próf.
Ef þú kemst á þann hátt inn í prófaumhverfið er uppsetningin rétt.

5. Að komast út úr Safe Exam Browser

Ef þú opnar Safe Exam Browser þá þarftu að nota lykilorðið: 1234 til að komast aftur út úr vafranum.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@midstodmenntunar.is
Póstlistaskráning

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga:
09:00 - 15:00
Föstudaga: 09:00 - 12:00

Heim­il­is­fang

Víkurhvarf 3
203 Kópavogur

Kennitala: 660124-1280