Fagráð eineltismála
Fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum heyrir undir Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) og hlutverk þess er að veita ráðgjöf í málum er varða r í grunn- og framhaldsskólum. Fagráðið veitir ráðgefandi álit varðandi vinnslu og verkferla eineltismála er upp koma, á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem því berast. Fagráð tekur ekki til umfjöllunar mál sem varða einelti og erfið samskipti á milli starfsfólks skólanna.
Beiðni til Fagráðs um eineltismál
Hver sækir um (hægt að haka í neðangreint)
Bakgrunnsupplýsingar fyrir beiðni
Greinagóðar upplýsingar flýta fyrir afgreiðslu málsins
Fyrir fagaðila: Er búið að upplýsa forsjáraðila?
Gagnasendingar á milli fagráðs og málsaðila eru í gegnum Signet Transfer. Ef ekki er hægt að koma því við þá eru gögn send með ábyrgðarpósti.
* Farið er með öll gögn í samræmi við persónuverndarstefnu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Vakin er sérstök athygli á því að skv. 3. mgr. 30. gr. a laga um grunnskóla nr. 91/2008, og samhljóðandi ákvæði 3. mgr. 33. gr. c laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 ber fagráði að upplýsa málsaðila skriflega um fyrirhugaða upplýsingaöflun samkvæmt framangreindu sem fagráði eineltismála er heimilt til þess að vinna að lausn málsins og í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónupplýsinga, nr. 90/2018 og 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679. Fagráð eineltismála leitast við í vinnslu mála sem til þess er vísað að afla ekki frekari gagna en þeirra sem teljast nauðsynleg vegna starfsemi og hlutverks fagráðsins.
Vakin er athygli þín á því að ef gögn máls tilgreina önnur börn en þitt barn ber fagráðinu skylda til að afhenda upplýsingar til viðkomandi forsjáraðila óski þeir eftir því, sbr. reglugerð um miðlun og meðferð upplýsinga um nemendur í grunnskólum og rétt foreldra til aðgangs að upplýsingum um börn sín nr. 897/2009 og upplýsingalög nr. 140/2012. Í stað þess að nafngreina viðkomandi nemanda má setja „nemandi X“, Nemandi Y“ o.s.frv. í staðinn.