Að opna próf - Skref fyrir skref leiðbeiningar
1. Nemandi skráir sig inn í prófakerfið
Þegar nemandi opnar prófakerfið er þetta fyrsti skjárinn sem mætir honum. Þar skráir hann sig inn með þeim aðgangsupplýsingum sem kennari lætur hann fá.


2. Nemandi velur próf
Þá fer nemandinn inn á síðu þar sem hann getur valið það próf sem hann er að fara að taka. Smella á Byrja.


3. Upphafsíða prófsins
Á upphafssíðu prófsins er að finna ákveðnar grunnupplýsingar sem kennari getur farið yfir með nemendum eða beðið nemendur sjálfa að fara yfir.


4. Próftaka hefst - Kóði prófsins settur inn
Þegar haldið er áfram í prófinu af þessari upphafssíðu t.d. með því að smella á píluna neðst í horninu hægra megin á opnast gluggi. Þar þurfa nemendur að setja inn fjögurra stafa kóða sem kennarinn er með og lætur þá fá. Allir nemendurnir í prófinu nota sama kóðann á þessu stigi.


5. Nemandi hefur próftöku
Þegar kóði hefur verið samþykktur getur nemandi farið að leysa prófið.