Um Landsrétt
Forseti Landsréttar
Hervör Þorvaldsdóttir
Varaforseti Landsréttar
Eiríkur Jónsson
Skrifstofustjóri
Gunnar Viðar
Fyrirspurnir og erindi
landsrettur@landsrettur.is
Dómsuppkvaðningar
Dómsuppkvaðningar í Landsrétti fara fram á fimmtudögum klukkan 15.00.
Dómsúrlausnir eru að jafnaði birtar klukkustund síðar.
Millidómstig
Landsréttur er millidómstigið á Íslandi.
Til Landsréttar er unnt að skjóta úrlausnum héraðsdómstólanna átta og verða þær endanlegar í flestum málum. Í sérstökum tilvikum eða að fengnu leyfi Hæstaréttar Íslands má skjóta niðurstöðum Landsréttar til Hæstaréttar.
Landsréttur er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu en þjónar öllu landinu.
Dómarar
Sextán dómarar eiga sæti við Landsrétt. Þeir eru skipaðir ótímabundið í embætti. Þrír dómarar skipa dóm í hverju máli en þó er unnt í undantekningartilvikum að skipa dóminn fimm dómurum.
Forseti Landsréttar
Við Landsrétt er kjörinn forseti og varaforseti til fimm ára í senn. Forseti Landsréttar skipar dómstólnum skrifstofustjóra til fimm ára í senn og ræður lögfræðinga og aðra starfsmenn.
Lög
Skipan Landsréttar byggir á lögum um dómstóla.
Um málskot og meðferð mála fyrir dóminum fer samkvæmt lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála.