Dómstólasýslan
Fyrirspurnir og erindi
domstolasyslan@domstolasyslan.is
Um dómstólasýsluna
Dómstólasýslan tók til starfa 1. janúar 2018.
Dómstólasýslan er sjálfstæð stjórnsýslustofnun sem fer með og er í fyrirsvari fyrir sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna allra og stuðlar að því að dómstólarnir geti sem best rækt hlutverk sitt.
Hlutverk dómstólasýslunnar felst meðal annars í því að:
Leggja mat á og gera tillögu til ráðherra um nauðsynlegar fjárveitingar til dómstólanna,
Ákveða fjölda héraðsdómara og annarra starfsmanna við hvern héraðsdómstól,
Veita dómurum leyfi og skipuleggja símenntun dómara og annarra starfsmanna dómstólanna,
Vera í fyrirsvari fyrir sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna og koma fram gagnvart stjórnvöldum, fjölmiðlum og öðrum í þágu dómstólanna sameiginlega,
Fara með yfirstjórn upplýsingamála og tæknimála við dómstólana og annast þróun þeirra,
Safna saman og birta upplýsingar um fjölda og afgreiðslu mála við dómstóla og gefa út ársskýrslu um starfsemi sína og dómstólanna,
Stuðla að samræmingu og hafa eftirlit með framkvæmd reglna um málaskrár dómstóla, þingbækur, atkvæðabækur, búnað til upptöku á hljóði og mynd í þinghöldum, dómabækur og varðveislu málsskjala og upptaka í þinghöldum hjá dómstólum,
Gera tillögur um hvað eina sem getur orðið til úrbóta í störfum dómstóla og löggjöf sem um þá gilda.