Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
4. desember 2024
Í dag var kveðinn upp dómur í máli nr. 19/2024. Í málinu var tekist á um hvort ÁTVR hefði verið heimilt að hætta innkaupum á tveimur bjórtegundum af fyrirtækinu Dista ehf.
28. nóvember 2024
Málþing Hæstiréttar og dómstólasýslunnar um þriggja þrepa dómskerfi, ávinning og áskoranir var haldið í dómsal Hæstaréttar fimmtudaginn 21. nóvember.
27. nóvember 2024
Í dag var kveðinn um dómur í máli nr. 11/2024. Álitaefnið laut að því hvort Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefði verið heimilt að breyta lífeyrisréttindum.
25. október 2024
Dómsmálaráðherra hefur skipað Hákon Þorsteinsson í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands frá 1. nóvember næstkomandi. Ráðherra hefur jafnframt frá sama tíma skipað Odd Þorra Viðarsson í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða en sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar.
22. október 2024
Með lögum nr. 53/2024 voru bráðabirgðaheimildir til notkunar á fjarfundabúnaði við rekstur einka- og sakamála fyrir dómi gerðar varanlegar. Hinn 1. nóvember nk. taka gildi nýjar leiðbeinandi reglur dómstólasýslunnar um fjarþinghöld dómstóla.
1. október 2024
Skúli Magnússon var skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá 1. október 2024 og hóf störf við réttinn þann dag.
16. september 2024
Dómsuppkvaðningar í Landsrétti verða framvegis á fimmtudögum
22. júlí 2024
Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm.
3. júlí 2024
Stjórn dómstólasýslunnar samþykkti nýverið reglur um form, afhendingarmáta og staðfestingu skjala í dómsmálum nr. 8/2024 sem tóku gildi 1. júlí sl.
12. júní 2024
Skúli Magnússon hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá 1. október 2024 og Kjartan Bjarni Björgvinsson hefur verið skipaður dómari við Landsrétt frá 1. september 2024.