Dómsmálagjöld
Dómsmálagjöld við meðferð einkamála
Kæra
70.000 krónur, greiðist héraðsdómstól.
Áfrýjunarleyfi
70.000 krónur.
Áfrýjunarstefna
34.000 krónur þegar áfrýjunarfjárhæð er allt að 3.000.000 krónur
70.000 krónur þegar áfrýjunarfjárhæð er 3.000.000–30.000.000 krónur og þegar krafist er viðurkenningar á réttindum og/eða skyldum.
176.000 krónur þegar áfrýjunarfjárhæð er 30.000.000–90.000.000 krónur
269.000 krónur þegar áfrýjunarfjárhæð er 90.000.000–150.000.000 krónur
404.000 krónur þegar áfrýjunarfjárhæð er 150.000.000 krónur eða hærri.
Þingfesting
34.000 krónur.
Endurrit og ljósrit
300 krónur fyrir hverja síðu.
Gjöld greiðast ekki í eftirfarandi málum:
Málum til innheimtu vinnulauna.
Barnsfaðernismálum.
Málum til vefengingar á faðerni barns.
Lögræðissviptingarmálum.
Kjörskrármálum.
Einkarefsimálum.
Gjafsóknarmálum að því leyti sem gjald yrði lagt á gjafsóknarhafa.
Forsjármálum.
Afhendingarmálum. Samanber lög númer 160/1995 um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna og fleira.