Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Vísindastefna Landspítala

Vísindastefna er unnin eftir tillögu Vísindaráð Landspítala um stefnu í vísindum til ársins 2030 og samþykkt af forstjóra Landspítala. Öflug vísindastarfsemi er ein af mikilvægustu grunnstoðum hvers háskólasjúkrahúss. Samkvæmt 7. gr. a. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, eru þjónusta, vísindi og menntun þrjú meginhlutverk Landspítala.

Vísindastefna Landspítala 2025 til 2030

Vísindi auka fagmennsku, gæði og öryggi meðferðar og eru forsenda framþróunar í heilbrigðisþjónustu og menntun heilbrigðisstétta.

Það er stefna Landspítala að:

  • fjárframlög til vísindarannsókna séu sambærileg við norræn háskólasjúkrahús

  • aðstaða til vísindastarfa innan Landspítala sé stórbætt og ástundunvísindalegra rannsókna sé samofin daglegri starfsemi

  • styðja við uppbyggingu vísindastarfs þar sem vísindafólk á Landspítala er leiðandi aðili vísindaverkefna

  • áhersla sé lögð á fjölbreytni í rannsóknum, þverfaglega nálgun og samstarf og

  • leggja grunn að því að Landspítali geti orðið í fremstu röð á alþjóðlegum vettvangi vísinda.

Forstjóri Landspítala ber ábyrgð á vísindastefnu spítalans

  • Vísindaráð Landspítala er er ráðgefandi gagnvart forstjóra varðandi vísindaleg málefni Landspítala og fundar með honum í að minnsta kosti tvisvar á ári.

  • Forsvarsmenn rannsóknarhópa og einstakir vísindamenn bera ábyrgð á sínum rannsóknum

Landspítali

Sími 543 1000

- Virka daga 7:30 til 21
- Helgar 9 til 21

Símtöl eru hljóðrituð

Öryggisverðir svara erindum utan opnunartíma

Neyðarlínan 112

Heim­sókn­ar­tími

- Virka daga 16:30 til 19:30
- Helgar og hátíðardaga 14:30 til 19:30

Engar heimsóknir leyfðar á
- Bráðamóttöku í Fossvogi
- Meðgöngu- og sængurlegudeild

Nánar um heimsóknir á Landspítala

Aðalskrif­stofa

Skaftahlíð 24
105 Reykjavík
kt. 500300-2130