Vísindaráð Landspítala
Vísindaráð er þverfaglegt ráð og meðlimir þess skipaðir af forstjóra Landspítala.
Hlutverk Vísindaráðs Landspítala
Veita forstjóra og framkvæmdastjóra ráðgjöf í tengslum við vísindatengd málefni innan spítalans, þar með talin samningagerð og samstarf um vísindatengd málefni við aðrar stofnanir og fyrirtæki.
Bera ábyrgð á og hefur alla umsjón með heildarferli styrkveitinga úr Vísindasjóði Landspítala, auglýsingum um styrkveitingar, mat á innsendum umsóknum um vísindastyrki og úthlutun styrkja úr sjóðnum.
Hefur umsjón með Vísindum á vordögum, árlegri uppskeruhátíð vísinda á spítalanum þar sem vísindastarf er kynnt starfsfólki spítalans, fræðimönnum og almenningi og verkefnastyrkjum til vísindamanna er úthlutað.
Sjá um val og viðurkenningar fyrir vísindastörf á Landspítala.
Vísindasjóður Landspítala er öflugur rannsóknarsjóður sem veitir árlega rúmlega 100 milljónir króna í rannsóknarstyrki til starfsmanna spítalans. Markmið sjóðsins er að efla heilbrigðisrannsóknir á Landspítala og hann er opinn öllum háskólamenntuðum starfsmönnum hans. Vísindaráð hefur umsjón og faglega ábyrgð með öllum styrkúthlutunum úr Vísindasjóði Landspítala.
Vísindaráð ákveður og ber ábyrgð á
verkferli umsókna og faglegu matsferli þeirra.
innihald umsóknareyðublaða
faglegra leiðbeininga við gerð umsókna
leiðbeiningar til matsaðila vegna mats á umsóknum
staðlar matsblöð sem auðvelda samanburð milli ára á gæðum umsókna og vísindalegu gildi verkefna.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum að hausti og í janúar. Stjórn sjóðsins úthlutar styrkjum með hliðsjón af umsögnum frá vísindaráði Landspítala. Styrkir eru afhentir í desember og á vordögum.
Leiðbeiningar
In English: Landspítali Science Fund: Young scientist Grant Application.
Leiðbeiningar fyrir gerð umsókna fyrir unga starfsmenn styrkárið
Matsblöð Vísindaráðs vegna Vísindasjóðs Landspítala
Vísindasjóður Landspítala Mat umsókna um styrki til vísindarannsókna
Vísindasjóður Landspítala
Vísindaráðið ber ábyrgð á og velur árlega heiðursvísindamann Landspítala, ungan vísindamann Landspítala ásamt hvaða vísindaverkefni fá viðurkenningaverðlaun á uppskeruhátíð vísindanna á Landspítala sem haldin er á hverju vori undir heitinu Vísindi á vordögum. Vísindaráð kallar eftir tillögum frá starfsmönnunum sjálfum í tengslum við val á heiðursvísindamanni og ungum vísindamanni og byggir valið meðal annars á þeim tillögum sem berast. Nánar í yfirliti um:
Vísindaráðið ber ábyrgð á og hefur umsjón með dagskrá Vísinda á vordögum sem er árleg uppskeruhátíð vísindastarfs á Landspítala sem er fagnað í lok apríl eða byrjun maí. Þá er árangur af vísindastarfi á spítalanum kynntur.
Auglýsir ráðið eftir ágripum veggspjalda vegna hátíðarinnar á fyrstu mánuðum ársins. Farið er yfir öll ágrip til samþykktar. Á hátíðinni er framúrskarandi vísindafólk heiðrað, verðlaun eru veitt fyrir vísindaverkefni sem þykja skara fram úr, veggspjöld eru kynnt og boðið upp á kynningar á völdum vísindaverkefnum á fyrirlestraformi og formleg afhending verkefnastyrkja úr hendi forstjóra Landspítala.
Skipun í ráðið
Vísindaráð er skipað 10 aðalmönnum og 10 varamönnum til fjögurra ára, sem allir hafa vísindabakgrunn og sérfræðimenntun. Í ráðinu eru 4 læknar, 3 hjúkrunarfræðingar og 3 með aðra menntun, og jafnmargir til vara.
Formaður vísindaráðs er Rósa Björk Barkardóttir, rosa@landspitali.is
Starfsmaður vísindaráðs er Valgerður M. Backman, valgebac@landspitali.is
Erindi til ráðsins skal senda á tölvupóstfangið er visindarad@landspitali.is
Aðalmenn
Rósa Björk Barkardóttir, rosa@landspitali.is, náttúrufræðingur og klínískur prófessor, formaður, Meinafræði, frumulíffræði, (skipuð af forstjóra 2020-2024)
Davíð Ottó Arnar, davidar@landspitali.is, yfirlæknir og prófessor við HÍ. Hjartalækningar, (tilnefndur af læknadeild 2023-2027)
Guðrún Kristjánsdóttir, gkrist@hi.is, hjúkrunarfræðingur og prófessor við HÍ Kvenna- og barnasvið, (tilnefnd af hjúkrunarfræðideild HÍ (2023-2027)
Ingibjörg Gunnarsdóttir, ingigun@landspitali.is, deildarstjóri og prófessor við HÍ. Næringarstofa, (skipuð af forstjóra 2023-2027)
Jóna Freysdóttir, jonaf@landspitali.is, náttúrufræðingur og prófessor við HÍ, Ónæmisfræðideild (skipuð af forstjóra 2023-2027)
Marianne Elisabeth Klinke, mariankl@landspitali.is, forstöðumaður fræðasviðs, Kennslu- og rannsóknardeild (tilnefnd af hjúkrunarráði 2020-2024)
Sigríður Zoëga, szoega@landspitali.is, deildarstjóri og dósent við HÍ. Verkjateymi, svæfing, (tilnefnd af hjúkrunarráði 2023-2027)
Sigurdís Haraldsdóttir, sigugud@landspitali.is, yfirlæknir og dósent við HÍ. Krabbameinsmiðstöð, lyflækningar krabbameina, (tilnefnd af læknadeild HÍ 2023-2027)
Verkefnastjóri vísindaráðs
Sigríður Bergþórsdóttir, sigridube@landspitali.is og visindarad@landspitali.is., náttúrufræðingur Vísindadeild, sími 543 1427
Varamenn
Brynja Ingadóttir, brynjain@landspitali.is, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við HÍ. Skrifstofa hjúkrunar (tilnefnd af hjúkrunarfræðideild 2023-2027)
Inga Reynisdóttir, ingar@landspitali.is, náttúrufræðingur. Meinafræði, frumulíffræði (skipuð af forstjóra 2023-2027)
Jón Þór Bergþórsson, jobergth@landspitali.is, náttúrufræðingur og dósent við HÍ. Rannsóknarkjarni blóðmeinafræði, klínísk lífefnafræði (tilnefndur af læknadeild 2023-2027)
Lena Rós Ásmundsdóttir, lenaros@landspitali.is, sérfræðilæknir og lektor við HÍ. Sýkla- og veirufræðideild, sýklafræði (tilnefnd af læknadeild 2023-2027)
María Kristín Jónsdóttir, marijon@landspitali.is, sálfræðingur og dósent við HR. Geðsvið, sálfræðiþjónusta (skipuð af forstjóra 2023-2027)
Rannveig Jóna Jónasdóttir, rannveij@landspitali.is, sérfræðingur í hjúkrun og lektor við HÍ. Gjörgæsla (tilnefnd af hjúkrunarráði 2024-2028)
Þórunn Jónsdóttir, thorunnjo@landspitali.is, sérfræðilæknir og lektor við HÍ. Tauga- og smitsjúkdómalækningar, gigtlækningar (tilnefnd af læknaráði 2021-2025)
Skoða ársskýrslur Vísindaráðs.
