Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Vísindaráð Landspítala

Vísindaráð er þverfaglegt ráð og meðlimir þess skipaðir af forstjóra Landspítala.

Hlutverk Vísindaráðs Landspítala

  • Veita forstjóra og framkvæmdastjóra ráðgjöf í tengslum við vísindatengd málefni innan spítalans, þar með talin samningagerð og samstarf um vísindatengd málefni við aðrar stofnanir og fyrirtæki.

  • Bera ábyrgð á og hefur alla umsjón með heildarferli styrkveitinga úr Vísindasjóði Landspítala, auglýsingum um styrkveitingar, mat á innsendum umsóknum um vísindastyrki og úthlutun styrkja úr sjóðnum.

  • Hefur umsjón með Vísindum á vordögum, árlegri uppskeruhátíð vísinda á spítalanum þar sem vísindastarf er kynnt starfsfólki spítalans, fræðimönnum og almenningi og verkefnastyrkjum til vísindamanna er úthlutað.

  • Sjá um val og viðurkenningar fyrir vísindastörf á Landspítala.

Skoða ársskýrslur Vísindaráðs.