Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Við andlát á spítala

Hvort sem andlát á sér aðdraganda eða kemur fyrirvaralaust, markar það spor í líf fólks. Sorg og önnur viðbrögð eru einstaklingsbundin og taka oft mið af aðdraganda andláts.

Eftir andlát

Starfsfólk viðkomandi deildar býr um hinn látna eða hina látnu af virðingu og aðstandendur fá tækifæri til að eiga kveðjustund við dánarbeð.

Stuðningur í sorg

Áföll á borð við andlát ástvina geta valdið miklu tilfinningalegu álagi og er aðstandendum velkomið að hafa samband við starfsfólk sálgæslu sjúkrahúspresta og sjúkrahúsdjákna.

Prestar og djáknar Landspítala veita aðstandendum stuðning í sorg og geta vísað þeim á þá aðstoð sem hentar hverju sinni, bent á aðra sem geta hjálpað og mælt með gagnlegu lesefni.

Frjáls félagasamtök og stuðningshópar veita einnig aðstoð við að takast á við sorg.

Sorgarmiðstöð veitir stuðning við fólk sem hefur misst ástvin og sinnir fræðslu og fyrirlestrum um sorg og sorgarviðbrögð.

Kapellur

  • Á Landspítala eru 6 kapellur sem eru notaðar í þjónustu presta og djákna og til samveru- og kyrrðarstunda.

  • Sjúkrahúsprestar og djáknar geta leitt kveðjustundir og stutt aðstandendur sé þess óskað ásamt því að hafa samband við sóknarprest eða veita frekari upplýsingar.

Að missa ástvin

Lífsviðburðurinn að missa ástvin er með gagnlegar upplýsingar og leiðbeiningar um framhaldið. Sýslumaður hefur einnig góðar upplýsingar um andlát og dánarbú.

Bæklingar