Stjórnun og skipulag
Stjórn Landspítala
Stjórn Landspítala starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Í júlí 2024, skipaði heilbrigðisráðherra eftirtalda, til tveggja ára í senn:
Stjórn Landspítala
Björn Zoëga, forstjóri og bæklunarskurðlæknir, formaður.
Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri og doktor í stjórnun og menntunarfræðum.
Höskuldur H. Ólafsson, ráðgjafi og viðskiptafræðingur.
Ingileif Jónsdóttir, deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá Íslenskri erfðagreiningu og prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands.
Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun, varaformaður.
Varamenn
Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri og rekstrarfræðingur.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með meistarapróf í mannauðsstjórnun.
Áheyrnarfulltrúar starfsmanna
Tveir áheyrnarfulltrúar úr starfsmannahópi með málfrelsi og tillögurétt, án atkvæðisréttar.
Signý Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Theódór Skúli Sigurðsson, sérfræðilæknir
