Stjórnun og skipulag
Forstjóri og framkvæmdastjórn
Meginhlutverk forstjóra er að tryggja að á Landspítala sé veitt fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem á hverjum tíma eru tök á að veita í samræmi við hlutverk stofnunarinnar innan heilbrigðisþjónustunnar. Forstjóri skal vinna að því að spítalinn ræki hlutverk sitt hvað snertir þjónustu, kennslu og rannsóknir og skal meðal annars. eiga ríkt samstarf við háskólasamfélagið.

Runólfur Pálsson, forstjóri
Runólfur Pálsson tók við starfi forstjóra Landspítala 1. mars 2022. Forstjóri Landspítala er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára í senn.
Netfang: runolfur@landspitali.is
Helstu verkefni
Helstu verkefni
Hafa með höndum yfirstjórn Landspítala.
Sitja fundi stjórnar Landspítala, nema stjórn ákveði annað í einstökum tilvikum.
Gera stjórnskipurit fyrir spítalann í samráði við framkvæmdastjórn, sé slík starfandi, stjórn spítalans og fagráð þess og leggja tillögu fyrir heilbrigðisráðherra til kynningar.
Gera árlega starfs- og ársáætlun fyrir spítalann í samráði við framkvæmdastjórn og stjórn spítalans.
Gera áætlanir fyrir spítalann til þriggja ára í senn í samráði við framkvæmdastjórn, stjórn spítalans og í samræmi við ákvæði laga um opinber fjármál nr. 123/2015.
Stjórna daglegum rekstri spítalans, ráða starfsmenn og bera ábyrgð á starfsmannahaldi.
Tryggja að mönnun sé í samræmi við hlutverk spítalans.
Vinna að nýjungum og umbótum í starfsemi spítalans með gæði þjónustu að leiðarljósi.
Stuðla að gæðaþróun og árangursmati í starfi spítalans.
Vinna að samhæfingu þjónustuþátta.
Vinna að því að spítalinn annist starfsnám í heilbrigðisgreinum í samvinnu við menntastofnanir og aðrar heilbrigðisstofnanir.
Efla teymisvinnu og þverfaglegt samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir.
Vinna önnur verkefni sem heilbrigðisyfirvöld fela forstjóra.
