Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
10. október 2024
Frá lok september hafa 58 tilfelli Marburg-veiru og 13 andlát verið tilkynnt í Rúanda. Marburg-veira hefur ekki áður greinst í Rúanda þó hún hafi greinst i öðrum Afríku-ríkjum svo sem Angóla, Kongó, Kenýa, S-Afríku og Úganda.
3. október 2024
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð 2025 og er frestur til að sækja um styrki til 22. október 2024.
Vegna aukinnar tíðni kynsjúkdóma hér á landi og víðar, sér í lagi lekanda, hefur sóttvarnalæknir nú birt gagnvirkt mælaborð með tölulegum upplýsingum um lekanda og klamydíu til þess að auka aðgengi að þessum gögnum.
2. október 2024
Forvarnardagurinn verður haldinn í nítjánda skipti í dag 2. október og af því tilefni er boðið upp á málþing undir yfirskriftinni „Hugum að verndandi þáttum og vellíðan í lífi barna og ungmenna með kærleik“.
25. september 2024
Svæðisbundnir lýðheilsuvísar 2024 voru kynntir í níunda sinn þann 20. september síðastliðinn.
24. september 2024
Ársskýrsla um sýklalyfjanotkun og -næmi hjá mönnum og dýrum fyrir árið 2023 er komin út en þetta er í tólfta sinn sem slík skýrsla er birt.
23. september 2024
Í Farsóttafréttum að þessu sinni er fjallað um spítalasýkingar og sýklalyfjanotkun í löndum ESB/EES og öndunarfærasýkingar hér á landi veturinn 2023-2024.
18. september 2024
Fjögur gæðaverkefni og þrjár vísindarannsóknir hlutu nýverið styrki úr minningarsjóði um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason, samtals að upphæð kr. 15.049.500.
17. september 2024
Lýðheilsuvísar 2024 verða kynntir föstudaginn 20. september kl. 11:00-13:00. Hægt verður að fylgjast með kynningunni í streymi.
13. september 2024
Embætti landlæknis stendur fyrir málþingi um sjúklingaöryggi í heilbrigðisþjónustu.