Skýrsla um myndgreiningarrannsóknir á Íslandi
27. nóvember 2024
Embætti landlæknis hefur birt skýrslu um myndgreiningarrannsóknir á Íslandi. Í skýrslunni er sérstaklega gerð grein fyrir þróun á tíðni segulómrannsókna og tölvusneiðmyndarannsókna á árunum 2014-2023 en umfang slíkra rannsókna hefur aukist töluvert á tímabilinu.
Í skýrslunni er umfangið greint eftir framkvæmdaraðilum en einnig eftir aldurshópum og búsetu þjónustuþega. Greiningin leiddi í ljós að umfang myndgreiningarrannsókna hefur aukist hjá öllum framkvæmdaraðilum en yfirleitt mest utan sjúkrahúsa.
Skýrslan er unnin í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands. Hún hefur að geyma mat embættisins á þeirri þróun sem orðið hefur og tillögur sem á því byggja. Auk þess setja Sjúkratryggingar fram sínar tillögur.
Frekari upplýsingar
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
kjartan.h.njalsson@landlaeknis.is