Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Askur

Asktegundir

Vaxtarlag: Einstofna tré með fremur mjóa krónu

Vaxtarhraði: Hægur

Landshluti: Einkum á sunnanverðu landinu

Sérkröfur: Þarf rakan og frjósaman jarðveg, gott skjól og langt sumar

Styrkleikar: Blaðfegurð, viður

Veikleikar: Mjög viðkvæmur fyrir næturfrostum á vaxtartímanum. Lítil reynsla af tegundinni

Athugasemdir: Askur ættaður frá Leksvík í Noregi hefur náð góðum þroska í Múlakoti og á Tumastöðum og þroskar þar fræ flest árin. Leksvík er norðlægasti náttúrlegi vaxtarstaður asks og því ósennilegt að harðgerðari efniviður finnist.