Nýtt skipurit Lands og skógar tók gildi 1. janúar 2026. Þar með skiptist stofnunin í þrjú kjarnasvið og tvö stoðsvið auk skrifstofu forstöðumanns.
Kjarnasviðin og sviðstjórar þeirra eru:
Þjónusta, ráðgjöf og umbreyting –Jónína Sigríður Þorláksdóttir
Rannsóknir, vöktun og árangur – Bryndís Marteinsdóttir
Þjóðskógar, lönd og innviðir –Hreinn Óskarsson
Stoðsviðin sem starfa þvert á kjarnasviðin eru:
Mannauður og miðlun – Hanna Þóra Hauksdóttir
Rekstur, fjármál og stafræn þróun – Gunnlaugur Guðjónsson
Nánari upplýsingar um sviðin
Kjarnasvið
Ráðgjöf og áætlanagerð í sjálfbærri landnýtingu
Umsjón með hvata- og stuðningsverkefnum í sjálfbærri landnýtingu
Úttektir og eftirfylgni
Innleiðing gæðaviðmiða, gæðastaðla, reglna og reglugerða í sjálfbærri landnýtingu
Rannsóknir og þróun aðferða í sjálfbærri landnýtingu.
Umsjón með vöktunarverkefnum Lands og skógar.
Umsjón með landnotkunarhluta loftslagsbókhalds Íslands (LULUCF).
Árangursmat verkefna í sjálfbærri landnýtingu.
Þróun vottunarkerfa í sjálfbærri landnýtingu.
Rekstur rannsóknarstofa.
Umsjón með þjóðskógum, landgræðslusvæðum og öðrum ríkislöndum.
Innviðir og útivist, ferðamannastaðir, fræðslu- og göngustígar.
Útleiga/útboð/auglýsingar landgæða.
Landamerki, girðingar og afmörkun umsjónarsvæða. • Verkefni LOGS og samstarfsaðila í sjálfbærri landnýtingu. • Framboð á fræi, trjáplöntum og áburðarefnum. • Umsjón með rekstri, viðhaldi og notkun véla og tækja.
Verkstýrð verkefni ganga þvert á svið stofnunarinnar og mikil áhersla er lögð á að tryggja samhæfingu og samstarf á milli sviða eins og heppilegast þykir til árangurs.
Stoðsvið
Stjórnsýsla og stefnumörkun.
Lögfræðileg úrlausnarefni og umsagnir.
Alþjóðasamskipti.
Lands- og svæðisáætlanir.
Mannauðsmál og ráðningar.
Launavinnsla.
Miðlun, samskipti og viðburðir.
Skjöl og gæðastjórnun.
Vinnuumhverfi og aðbúnaður.
Fjármál, bókhald, verkbókhald, uppgjör verkefna og áætlanagerð.
Landupplýsingaþjónusta.
Stafræn þróun, upplýsingatækni.
Innkaup.
Bifreiðar og húsnæði innra starfs Lands og skógar.