Arnór Snorrason, sérfræðingur hjá Landi og skógi, er meðal höfunda greinar sem nýkomin er út í hinu virta vísindariti Nature. Í greininni er fjallað um þá vinnu sem nú er í gangi við að koma á sameiginlegu vöktunarkerfi fyrir skóga Evrópu. Birt eru gögn um lífmassaforða evrópsku skóganna og vöxt lífmassans þar. Ísland er nú í fyrsta sinn með á korti sem sýnir slíkar upplýsingar og því má segja að íslensku skógarnir séu loksins „komnir á kortið“ að þessu leyti.