Um Hæstarétt
Hæstiréttur Íslands var stofnaður með lögum nr. 22/1919 og tók formlega til starfa 16. febrúar 1920.
Hæstiréttur fer með æðsta dómsvaldið og er fordæmisgefandi dómstóll. Einungis er hægt að áfrýja málum til Hæstaréttar að uppfylltum ströngum skilyrðum. Í Hæstarétti eiga sæti sjö dómarar.
Dómarar
Fimm dómarar taka þátt í meðferð máls hverju sinni, en þó sjö í sérlega mikilvægum málum. Þrír dómarar taka að jafnaði ákvörðun um áfrýjunarleyfi og um hvort kæra verði tekin til meðferðar.
Sjá nánar um skipun Hæstaréttar í lögum um dómstóla nr. 50/2016 og um málsmeðferðina í lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála.
Forseti Hæstaréttar
Forseti Hæstaréttar er Benedikt Bogason.