Fara beint í efnið
Hæstiréttur Íslands Forsíða
Hæstiréttur Íslands Forsíða

Hæstiréttur Íslands

Saga Hæstaréttar

I. 930 - 965

Sigurður Nordal segir í riti sínu Íslensk menning, að venja sé að lýsa upphafi allsherjarríkis, á Íslandi og stofnun þjóðveldisins sem „óflekkuðum getnaði af almennri þörf á lögum og rétti, ...”

57

Um hafi verið að ræða tilraun til að sameina einstaklingsfrelsi og þörf fyrir samheldni, svo að leysa mætti friðsamlega úr málum manna í millum.

Hann segir: „Allt þjóðfélagið var eins og röst, þar sem mættust tveir straumar: annars vegar ágirni höfðingja til valda, virðing almennings fyrir ættgöfgi, atgervi, stórlæti, stórmennsku, - hins vegar virðing hvers frjáls manns fyrir sjálfum sér og sóma sínum, trauðleiki að láta hlut sinn og sætta sig við rangindi.”

Alþingi var frá upphaf löggjafarsamkoma Íslendinga og fór með æðsta dómsvald. Í Íslendingabók Ara fróða segir að Hænsna-Þórir hafi orðið sekur á Alþingi. Samkvæmt Hænsna-Þóris sögu lauk málinu með sekt og drápi Hænsna-Þóris. Þetta var í kringum 960. Af þessum orðum Ara fróða hafa fræðimenn ályktað að dómstóll hafi verið á Alþingi frá öndverðu eða a.m:k. fyrir stofnun fjórðungsdóms um 965. Um þennan dómstól er að sönnu lítið annað vitað.