Dómarar við Hæstarétt
Aftari röð: Karl Axelsson, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen og Skúli Magnússon.
Fremri röð: Sigurður Tómas Magnússon, Benedikt Bogason og Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Fæddur 1965. Skipaður hæstaréttardómari frá 1. október 2012. Varaforseti Hæstaréttar frá 27.05.2020 - 31.08.2020. Forseti Hæstaréttar frá 01.09.2020 - 31.12.2021 og frá 01.01.2022 - 31.12.2026.
Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1985.
Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1990.
Fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði 1990 -1992.
Dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjaness 1992 – 1995.
Aðstoðarmaður hæstaréttardómara 1995 - 1997
Skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1997 – 2001.
Héraðsdómari án fastrar starfsstöðvar 2001 – 2003.
Dómstjóri Héraðsdóms Vesturlands 2003 – 2012.
Settur hæstaréttardómari 2011-2012.
Helstu aukastörf
Stundarkennari í kröfurétti og réttarfari við lagadeild Háskóla Íslands frá 1993, lektor frá 2002, dósent frá 2005 og prófessor frá 2016.
Formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1991 -1998.
Ritari og starfsmaður réttarfarsnefndar 1997 - 2017. Hefur átt sæti í nefndinni frá 2017.
Formaður refsiréttarnefndar 1997 – 2003.
Formaður skólanefndar Menntaskólans við Hamrahlíð 2000 - 2017.
Varaformaður kærunefndar barnaverndarmála 2002 - 2013.
Formaður endurskoðendaráðs 2003 - 2008.
Formaður útvarpsréttarnefndar 2004 – 2011.
Formaður Lögfræðingafélags Íslands 2005 – 2008.
Í dómstólaráði 2007 – 2012.
Varadómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg 2007 – 2012 og 2013 - 2022.
Formaður dómstólasýslunnar frá 2017 – 2020.
Fædd 1970. Sett landsréttardómari frá 25. febrúar 2020 til 30. júní 2020. Skipuð hæstaréttardómari frá 23. nóvember 2020.
Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1990.
Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1996.
Meistarapróf (LL.M.) frá Cambridge-háskóla á Englandi 2000.
Fulltrúi á Lögfræðistofu Jóhanns H. Níelssonar hrl. 1996.
Lögmaður og eigandi Lögfræðistofu Jóhanns H. Níelssonar hrl. 1997–2003.
Lögmaður og eigandi, JP lögmanna 2003–2008.
Aðstoðarmaður Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra 2009–2010.
Lektor (2006), dósent (2012) og síðar prófessor (2018) við lagadeild Háskóla Íslands. Deildarforseti 2020.
Helstu aukastörf
Í kærunefnd jafnréttismála 2003–2007.
Formaður áfrýjunarnefndar neytendamála 2005–2009.
Formaður úrskurðarnefndar um félagsþjónustu og húsnæðismál 2010–2012.
Ritstjóri og í ritstjórn Lagasafns frá 2011–2021.
Formaður gjafsóknarnefndar 2012–2015, varaformaður frá 2015-2020.
Í óbyggðanefnd 2012–2016, formaður frá 2016–2021.
Í réttarfarsnefnd frá 2012.
Í nefnd um dómarastörf frá 2013-2020.
Varadómari við EFTA-dómstólinn frá 2013.
Fædd 1966. Skipuð hæstaréttardómari frá 23. nóvember 2020.
Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1985.
Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1991.
Meistarapróf í lögfræði (LL.M.) frá Edinborgarháskóla 1993.
Starfsmaður nefndar dómsmálaráðuneytisins um gildistöku laga nr. 92/1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði og réttarfarslöggjafar 1991 – 1992.
Lögfræðingur á lagaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins 1994 – 1996.
Skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1996 – 2002.
Prófessor í stjórnskipunarrétti, þjóðarétti, alþjóðlegum mannréttindum og persónuverndarrétti við lagadeild Háskóla Íslands 2002 – 2020.
Forseti lagadeildar Háskóla Íslands 2007 - 2010.
Sett landsréttardómari 1. janúar – 30. júní 2020.
Helstu aukastörf
Stundakennari í alþjóðlegum mannréttindareglum og stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands 1994 - 2002.
Formaður nefndar um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir lögreglunnar 1998 - 1999.
Formaður nefndar samkvæmt 27. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins 2002 – 2010.
Formaður nefndar til að kanna réttarstöðu samkynhneigðs fólks 2003 – 2004.
Formaður stjórnar Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands 2004 – 2013.
Í sérfræðinganefnd í tengslum við endurskoðun á stjórnarskránni 2005 – 2007.
Varaformaður samninganefndar Íslands til að fara með aðildarviðræður við ESB, 2009 – 2013.
Formaður samningahóps um lagaleg málefni í samninganefnd um aðild Íslands að ESB, 2009 – 2013.
Formaður ráðgjafarhóps ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórnarskránni 2009.
Formaður nefndar um meðferð hælisumsókna, 2009 – 2010.
Í Stjórnlaganefnd 2010 og 2011.
Formaður stjórnar Persónuverndar 2011 – 2020.
Í stjórn Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands 2014 – 2019.
Formaður stjórnar Háskólaútgáfunnar 2015 – 2020.
Formaður stjórnar Hafréttarstofnunar Íslands 2016 – 2020.
Formaður kærunefndar í málefnum nemenda í Háskóla Íslands 2017 – 2020.
Í fulltrúaráði Hins íslenska bókmenntafélags frá 2018.
Fæddur 1962, settur hæstaréttardómari 16. október 2014 – 30. júní 2015, skipaður hæstaréttardómari frá 12. október 2015.
Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlið 1982.
Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1990.
Fulltrúi hjá bæjarfógetans í Hafnarfirði, Garðakaupstað og sýslumannsins í Kjósarsýslu 1990 – 1991.
Framkvæmdastjóri Húseigandafélagsins 1991 – 1993.
Fulltrúi á lögmannsstofu 1993 - 1996.
Sjálfstætt starfandi lögmaður 1996 – 2015.
Héraðsdómslögmaður 1993 og hæstaréttarlögmaður 1997.
Helstu aukastörf
Stundarkennari í eignarrétti við lagadeild Háskóla Íslands 1992 – 1995, aðjúnkt 1995 – 2002, lektor 2002 – 2007 og dósent frá 2007.
Í kærunefnd fjöleignarhúsamála 1995 – 2010.
Í kærunefnd húsamála frá 2010.
Varaformaður óbyggðarnefndar 1998 – 2012 og formaður frá 2012.
Formaður Fjölmiðlanefndar frá 2013.
Í stjórn Lögmannafélags Íslands 2013 – 2015.
Stjórnarformaður LEX 2005 – 2013.
Fæddur 1961. Skipaður hæstaréttardómari 1. september 2003.
Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1982.
Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1987.
Meistarapróf í evrópurétti við Háskólann í Lundi, Svíþjóð 2002.
Fulltrúi hjá yfirsakadómaranum í Reykjavík 1987 – 1988.
Fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Húsavík og sýslumanninum í Þingeyjarsýslu 1988 - 1990.
Settur héraðsdómari við embætti bæjarfógetans í Neskaupstað, bæjarfógetans á Eskifirði og sýslumannsins í Suður-Múlasýslu, sýslumannsins í Austur-Skaftafellssýslu og bæjarfógetans á Seyðisfirði og sýslumannsins í Norður-Múlasýslu 1990 – 1992.
Héraðsdómari við Héraðsdóm Austurlands 1992 -1997.
Héraðsdómari við Héraðsdóm Suðurlands 1997 – 2003, þar af dómstjóri frá 1998.
Helstu aukastörf
Stundakennari við Háskólann í Reykjavík á sviði réttarfars frá árinu 2021.
Í stjórn Dómarafélags Íslands 1992 – 1994 og 2014 - 2016 .
Formaður Endurskoðendaráðs 2001 – 2003.
Fæddur 1960. Skipaður hæstaréttardómari frá 18. maí 2020. Varaforseti frá 1. ágúst 2024.
Menntun
Stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1980.
Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1985.
Störf
Héraðsdómslögmaður 1988.
Hæstaréttarlögmaður 2009.
Dómarafulltrúi hjá yfirborgardómaranum í Reykjavík 1985-1986.
Fulltrúi á lögmannsstofu Sigurmars K. Albertssonar hrl. 1986-1988.
Aðstoðarmaður hæstaréttardómara 1988-1990.
Settur borgardómari 1990-1991.
Skrifstofustjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur 1992-1993.
Settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 1994.
Skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrifstofu í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1995-1996.
Héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 1996-2005.
Settur ríkissaksóknari skv. umboðsskrá 2005-2008.
Sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2004-2010.
Atvinnulífsprófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2010-2017.
Dómari við Landsrétt 2018-2020.
Helstu aukastörf
Stundakennari í viðskiptalögfræði í Menntaskólanum í Reykjavík 1985.
Stundakennari í lögfræði við Tækniskóla Íslands og síðan Tækniháskóla Íslands 1986-2005.
Kennsla á löggildingarnámskeiðum fyrir fasteigna- og skipasala 1989-1991, 2005 og 2007.
Kennsla á námskeiðum til öflunar réttinda sem verðbréfamiðlari 1990-1992 og 2001-2005.
Í kærunefnd jafnréttismála frá 1991-2000. Formaður 1997-2000 og sat þá í Jafnréttisráði.
Stundakennari í kröfurétti, eigna- og veðrétti til lagadeild HÍ 1991-1992.
Stundakennari í einkamálaréttarfari við lagadeild HÍ 1993-1996.
Seta í Félagsdómi, samkvæmt tilnefningu BHMR 1995-1998.
Formaður skólanefndar Lögregluskóla ríkisins 1995-1996.
Formaður nefndar um bætta innheimtu sekta 1995-1996.
Formaður nefndar um að endurskoða frumvarp til laga um lögreglumenn og semja frumvarp um breyting á lögum um meðferð opinberra mála 1995-1997.
Í nefnd til undirbúnings gildistöku lögreglulaga nr. 90/1996 og laga um breyting á lögum um meðferð opinberra mála nr. 84/1996, 1996-1997.
Formaður Dómstólaráðs 1998-2005.
Formaður nefndar um rannsókn á ákvörðun refsinga við líkamsárásum o.fl. brotum 1998-2003.
Kennsla í einkamálaréttarfari á námskeiðum til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda 2005-2020
Lögfræðilegur ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins 2009-2015.
Formaður vinnuhóps um millidómstig 2010-2011.
Formaður nefndar um skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum 2012-2013.
Formaður stýrihóps um mótun réttaröryggisáætlunar 2013-2017.
Varamaður í endurupptökunefnd 2013-2017.
Formaður réttarfarsnefndar frá 2017.
Formaður dómstólasýslunnar frá 2020
Fæddur 1969, skipaður hæstaréttardómari frá 1. okóber 2024.
Menntun
Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1990.
Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1995.
Meistarapróf í lögfræði (Magister juris in European and Comparative Law) frá Oxfordháskóla, University College, 1998.
Störf
Fulltrúi sýslumannsins í Keflavík júní til ágúst 1995.
Dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjaness 1995-1997.
Aðstoðarmaður hæstaréttardómara frá 1998 til 2000.
Lektor við lagadeild Háskóla Íslands 2000-2002.
Dósent við lagadeild Háskóla Íslands 2002-2004.
Héraðsdómari 2004-2021 (í leyfi 2007-2012).
Dómritari EFTA-dómstólsins 2007-2012.
Settur landsréttardómari janúar til mars 2021.
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur apríl 2021.
Umboðsmaður Alþingis maí 2021 til september 2024.
Helstu aukastörf
Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands 1995-2000.
Ritari kærunefndar útboðsmála 1999-2002.
Dósent (20%) við lagadeild Háskóla Íslands 2004-2021.
Varamaður í kærunefnd upplýsingamála 2005-2007.
Í stjórnlaganefnd 2010-2011.
Varadómari við Mannréttindadómstól Evrópu 2010-2021.
Í stjórnarskrárnefnd 2013-2014.
Í stjórnarskrárráði grænlenska þjóðþingsins 2018-2021.
Formaður kærunefndar útboðsmála 2013-2019.
Formaður Dómarafélags Íslands 2013-2018.
Varamaður í gjafsóknarnefnd 2020-2021.
Varamaður í dómnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti dómara frá 2020 til 2021.