Fara beint í efnið
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Forsíða
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Forsíða

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Verkefni

Helstu verkefni Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála eru að:

  • þróa gæðaviðmið á grundvelli bestu mögulegu þekkingar á málaflokkum á verkefnasviði stofnunarinnar

  • veita rekstrarleyfi og hafa eftirlit með því að skilyrði rekstrarleyfa séu uppfyllt

  • hafa eftirlit með gæðum þjónustu og sinna öðrum eftirlitsverkefnum

  • taka á móti og vinna úr kvörtunum frá notendum þjónustu

  • safna upplýsingum, halda skrár og vinna úr upplýsingum frá þeim sem lúta eftirliti stofnunarinnar

  • sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin samkvæmt ákvörðun ráðherra

  • gefa út leyfi frá Barnaverndarstofu og Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar

Eftirlitsskylda annarra aðila

Allir sem veita þjónustu sem lýtur eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála skulu hafa virkt innra eftirlit með starfsemi sinni.

Eftirlit GEV kemur ekki í stað eftirlits sem öðrum stjórnvöldum er falið í lögum og leysir því ekki önnur stjórnvöld undan skyldum sínum til eftirlits með starfsemi á vegum stjórnvaldsins, hvort sem um er að ræða:

  • þjónustu sem stjórnvaldið rekur

  • þjónustu sem rekin á grundvelli samnings við þriðja aðila

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100