Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

5. desember 2025

Útreikningur á meðalverði til veiðigjalds

2025

Fiskistofa hefur lokið útreikningi á vegnu meðalverði helstu fisktegunda í samræmi við lög um breytingu á lögum um veiðigjald.

Niðurstöðurnar verða lagðar til grundvallar við ákvörðun veiðigjalds á næsta gjaldári.

Reiknað meðalverð fyrir árið 2026

  • Þorskur: 447,72 kr/kg

  • Ýsa: 238,82 kr/kg

  • Kolmunni: 46,07 kr/kg

  • Makríll: 180,08 kr/kg

  • Síld: 92,91 kr/kg

Forsendur útreikninga og skilgreiningar

Útreikningarnir byggja á gögnum frá Verðlagsstofu skiptaverðs, Fiskeridirektoratet í Noregi og löndunargögnum Fiskistofu.

  • Fyrir þorsk og ýsu er miðað við verð á afla sem landað er á fiskmarkaði á 12 mánaða tímabili, samkvæmt upplýsingum frá Verðlagsstofu skiptaverðs.

  • Fyrir uppsjávartegundir (makríl, kolmunna, síld) er miðað við meðalverð samkvæmt opinberum gögnum Fiskeridirektoratet í Noregi. Verðmæti er vegið miðað við aflamagn íslenskra skipa á þeim mánuðum sem veiðarnar eru stundaðar.

  • Til þess að mánuður teljist til veiðitímabils, skal afli mánaðarins vera að lágmarki 4,17% af heildarafla tegundarinnar. Þetta viðmið byggir á því að ef veiðar dreifðust jafnt yfir árið væri hver mánuður um 8,33% af heildarafla og veiðiskylda helmingur þess. Þetta er gert til að tryggja að aðeins mánuðir með afgerandi veiðar séu teknir með.

Nánari upplýsingar um forsendur gagnasöfnunar til útreikninganna má finna í fylgiskjalinu Útreikningur á vegnu meðalverði.