Upplýsingar um auglýsingu
Deild
A deild
Stofnun
Atvinnuvegaráðuneytið
Málaflokkur
Sjávarútvegur
Undirritunardagur
23. júlí 2025
Útgáfudagur
28. júlí 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 55/2025
23. júlí 2025
LÖG
um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 145/2018 (aflaverðmæti í reiknistofni).
Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
- Við 2. málsl. 1. mgr. bætist: þó ekki frystiskip, þ.e. fiskiskip sem frysta um borð og landa 50% aflans eða meira sem frystum afla.
- Í stað 2. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Aflaverðmæti skal umreikna úr slægðum eða unnum afla til óslægðs afla. Aflaverðmæti skal byggjast á greinargerð um tekjur og kostnað skv. 5. mgr. Þegar 50% eða meira af lönduðum afla fiskiskips, sem ekki telst frystiskip skv. 2. málsl. 1. mgr., í einstakri tegund eru frystar afurðir skal lækka aflaverðmæti þeirrar tegundar þess skips um 20%.
Þrátt fyrir 5. málsl. 1. mgr. skal niðurstaða fyrir öll fiskiskip sem veiddu síld, kolmunna, makríl, þorsk og ýsu taka breytingum miðað við mismuninn á aflaverðmæti skv. 2. málsl. 2. mgr. og aflaverðmæti sem hér segir:
- Aflaverðmæti eftirfarandi tegunda skal miðast við meðalverð fyrir hvern mánuð á hvert kílógramm samkvæmt opinberum gögnum um fiskverð frá fiskistofu Noregs. Verðmæti þess aflamagns sem veiðist í hverjum mánuði skal miðast við meðalverð aflaverðmætis þess mánaðar. Við umreikning úr norskum krónum í íslenskar krónur skal miða við miðgengi norsku krónunnar árið 2024 og skal það viðmið taka breytingum árlega miðað við miðgengi SDR á hverju almanaksári sem reiknistofn miðast við. Fiskistofa skal safna upplýsingum um eftirfarandi tegundir, umreikna í íslenskar krónur og birta meðalverð opinberlega og skal ríkisskattstjóri leggja þær upplýsingar til grundvallar útreikningi veiðigjalds:
- Norsk-íslenska síld á því tímabili sem íslensk skip stunda veiðar ár hvert og reiknistofn miðast við. Þó skal miða verð síldar annarrar en norsk-íslenskrar síldar við 90% af aflaverðmæti norsk-íslenskrar síldar.
- Kolmunna á því tímabili sem íslensk skip stunda veiðar ár hvert og reiknistofn miðast við.
- Makríl á því tímabili sem íslensk skip stunda veiðar ár hvert og reiknistofn miðast við. Aflaverðmæti makríls skal miðast við 80% af aflaverðmæti tegundarinnar.
- Aflaverðmæti eftirfarandi tegunda skal miðast við meðalverð fyrir hvern mánuð á hvert kílógramm samkvæmt opinberum gögnum um fiskverð frá fiskistofu Noregs. Verðmæti þess aflamagns sem veiðist í hverjum mánuði skal miðast við meðalverð aflaverðmætis þess mánaðar. Við umreikning úr norskum krónum í íslenskar krónur skal miða við miðgengi norsku krónunnar árið 2024 og skal það viðmið taka breytingum árlega miðað við miðgengi SDR á hverju almanaksári sem reiknistofn miðast við. Fiskistofa skal safna upplýsingum um eftirfarandi tegundir, umreikna í íslenskar krónur og birta meðalverð opinberlega og skal ríkisskattstjóri leggja þær upplýsingar til grundvallar útreikningi veiðigjalds:
-
- Fiskistofa skal reikna aflaverðmæti fyrir þorsk og ýsu og birta vegið meðaltalsverð slægðs og óslægðs afla á fiskmarkaði á 12 mánaða tímabil sama ár og reiknistofn miðast við. Fiskistofa skal við útreikninginn notast við upplýsingar frá Verðlagsstofu skiptaverðs. Fiskistofu ber að birta útreikningana opinberlega og skal ríkisskattstjóri leggja þá til grundvallar útreikningi veiðigjalds.
- Liggi ekki fyrir upplýsingar um meðalverð tegundar skv. 1. og 2. tölul. í tilteknum mánuði skal aflaverðmæti þess mánaðar byggjast á greinargerð skv. 5. mgr.
- Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Til breytilegs kostnaðar við fiskveiðar telst launakostnaður áhafna, eldsneyti eða annar orkugjafi fiskiskipa, veiðarfærakostnaður, viðhald fiskiskipa, frystikostnaður og umbúðir, löndunarkostnaður, hafnargjöld og eftirlits- og leyfisgjöld í fiskveiðum önnur en veiðigjald, flutningskostnaður, tryggingar, sölukostnaður og stjórnunarkostnaður. Til fasts kostnaðar við fiskveiðar teljast skattalegar fyrningar skipa og skipsbúnaðar. Séu skattalegar fyrningar samtals hærri en 20% af fyrningargrunni að viðbættum 200 millj. kr. skal ríkisskattstjóri dreifa því sem umfram er á næstu fimm ár. Áætluð vaxtagjöld skulu nema sömu fjárhæð og þær fyrningar sem lagðar eru til grundvallar útreikningi á veiðigjaldi á ári hverju. - Í stað tilvísunarinnar „3. mgr.“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: 5. mgr.
- Í stað tilvísunarinnar „2. og 3. mgr.“ og „3. mgr.“ í 5. mgr. kemur: 2.–5. mgr.; og: 5. mgr.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 6. gr. laganna:
- Í stað orðanna „frítekjumark nema 40% af fyrstu 6 millj. kr. álagningar hvers árs hjá hverjum gjaldskyldum aðila“ í 1. málsl. kemur: frítekjumark nema 40% af fyrstu 9 millj. kr. álagningar hvers árs fyrir alla nytjastofna nema þorsk og ýsu. Frítekjumark vegna þorsks og ýsu skal vera 65% af fyrstu 15 millj. kr. og 45% af næstu 55 millj. kr. álagningar veiðigjalds hvers árs hjá hverjum gjaldskyldum aðila.
- 2. málsl. orðast svo: Þessar fjárhæðir taka breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá janúarmánuði 2025 fram að ákvörðunardegi skv. 4. gr.
3. gr.
Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
- (I.)
Tillaga ríkisskattstjóra til ráðherra vegna veiðigjaldsársins 2026 fyrir síld, kolmunna, makríl, þorsk og ýsu skal nema 85% af fjárhæð veiðigjalds skv. 2. málsl. 4. gr. Þá skal tillaga ríkisskattstjóra til ráðherra vegna veiðigjaldsársins 2027 fyrir síld, kolmunna, makríl, þorsk og ýsu nema 95% af fjárhæð veiðigjalds skv. 2. málsl. 4. gr. - (II.)
Ráðherra skal fela Byggðastofnun að meta áhrif veiðigjalds á stöðu sjávarútvegssveitarfélaga og skila ráðherra skýrslu þar að lútandi fyrir árslok 2027.
4. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. nóvember 2025.
Gjört á Bessastöðum, 23. júlí 2025.
Halla Tómasdóttir.
(L.S.)
Hanna Katrín Friðriksson.
A deild — Útgáfudagur: 28. júlí 2025